Hver Íslendingur sóar að jafnaði níutíu kílóum af mat árlega Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2020 12:42 Niðurstöður benda til að heild- og smásala, veitingasala og framreiðsla matar í skólum og á heilbrigðisstofnunum, sói samtals 42,2 kílóum á hvern íbúa árlega. Vísir/vilhelm Ætla má að hver Íslendingur sói að meðaltali níutíu kílóum af mat árlega. Þetta er niðurstaða rannsóknar Umhverfisstofnunar á umfangi matarsóunar á Íslandi. Samkvæmt niðurstöðum hennar fóru tuttugu kíló af nýtanlegum mat, 25 kíló af ónýtanlegum matarafgöngum, 40 lítrar af drykkjum og 5 kíló af matarolíu og fitu til spillis á hefðbundnu íslensku heimili í fyrra. Níutíu heimili og áttatíu fyrirtæki tóku þátt í rannsókninni á síðasta ári. Matarsóun íslenskra heimila er samkvæmt þessu sambærileg því sem þekkist í öðrum Evrópulöndum. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að um þriðjungi framleiddra matvæla á heimsvísu sé sóað. Alls 7.152 tonn af nýtanlegum mat í ruslið Í heildina er áætlað að að íslensk heimili hendi samtals 7.152 tonnum af nýtanlegum mat á ári hverju, um 9.130 tonnum af ónýtanlegum matarafgöngum, 14.670 tonnum af drykkjum og 1.840 tonnum af matarolíu og fitu. Sambærileg rannsókn var framkvæmd af Umhverfisstofnun árið 2016 og fannst ekki tölfræðilega marktækur munur á sóun milli tímabilanna tveggja. Niðurstöður fyrirtækjarannsóknarinnar benda til þess að heild- og smásala, veitingasala og framreiðsla matar í skólum og á heilbrigðisstofnunum, sói samtals 42,2 kílóum á hvern íbúa árlega. Þar af eru 22 kíló af nýtanlegum mat, 3,6 kíló af ónýtanlegum mat, 14,6 lítrar af drykkjum og 1,6 kíló af olíu og fitu. Lítið vitað um sóun matvælaframleiðslufyrirtækja Dræm þátttaka framleiðslufyrirtækja í rannsókninni er þó sögð gera það að verkum að niðurstöðurnar endurspegla bara neysluhlekk matvælakeðjunnar og veiti ekki innsýn inn í hversu mikið af hráefni og tilbúnum mat fari til spillis við frumframleiðslu og matvælaframleiðslu. Að sögn Umhverfisstofnunar liggja enn sem komið er ekki fyrir staðlaðar aðferðir við rannsóknir á matarsóun. Í rannsóknarskýrslunni eru þó lagðar fram tillögur að stöðluðum aðferðum við slíkar rannsóknir og þeim beint til Hagstofu Evrópusambandsins. Matur Umhverfismál Matvælaframleiðsla Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Ætla má að hver Íslendingur sói að meðaltali níutíu kílóum af mat árlega. Þetta er niðurstaða rannsóknar Umhverfisstofnunar á umfangi matarsóunar á Íslandi. Samkvæmt niðurstöðum hennar fóru tuttugu kíló af nýtanlegum mat, 25 kíló af ónýtanlegum matarafgöngum, 40 lítrar af drykkjum og 5 kíló af matarolíu og fitu til spillis á hefðbundnu íslensku heimili í fyrra. Níutíu heimili og áttatíu fyrirtæki tóku þátt í rannsókninni á síðasta ári. Matarsóun íslenskra heimila er samkvæmt þessu sambærileg því sem þekkist í öðrum Evrópulöndum. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að um þriðjungi framleiddra matvæla á heimsvísu sé sóað. Alls 7.152 tonn af nýtanlegum mat í ruslið Í heildina er áætlað að að íslensk heimili hendi samtals 7.152 tonnum af nýtanlegum mat á ári hverju, um 9.130 tonnum af ónýtanlegum matarafgöngum, 14.670 tonnum af drykkjum og 1.840 tonnum af matarolíu og fitu. Sambærileg rannsókn var framkvæmd af Umhverfisstofnun árið 2016 og fannst ekki tölfræðilega marktækur munur á sóun milli tímabilanna tveggja. Niðurstöður fyrirtækjarannsóknarinnar benda til þess að heild- og smásala, veitingasala og framreiðsla matar í skólum og á heilbrigðisstofnunum, sói samtals 42,2 kílóum á hvern íbúa árlega. Þar af eru 22 kíló af nýtanlegum mat, 3,6 kíló af ónýtanlegum mat, 14,6 lítrar af drykkjum og 1,6 kíló af olíu og fitu. Lítið vitað um sóun matvælaframleiðslufyrirtækja Dræm þátttaka framleiðslufyrirtækja í rannsókninni er þó sögð gera það að verkum að niðurstöðurnar endurspegla bara neysluhlekk matvælakeðjunnar og veiti ekki innsýn inn í hversu mikið af hráefni og tilbúnum mat fari til spillis við frumframleiðslu og matvælaframleiðslu. Að sögn Umhverfisstofnunar liggja enn sem komið er ekki fyrir staðlaðar aðferðir við rannsóknir á matarsóun. Í rannsóknarskýrslunni eru þó lagðar fram tillögur að stöðluðum aðferðum við slíkar rannsóknir og þeim beint til Hagstofu Evrópusambandsins.
Matur Umhverfismál Matvælaframleiðsla Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira