Minnst 156 fallnir í átökunum Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2014 10:30 Vísir/AFP Ísraelsmenn gerðu loftárásir á stofnanir á Gaza svæðinu, sem grunaðar eru um tengsl við Hamas samtökin og sendu hermenn inn á svæðið í fyrsta sinn frá því átökin hófust fyrir viku. Þrátt fyrir alþjóðlegan þrýsting um vopnahlé segjast báðir aðilar ekki vera tilbúnir til friðarviðræðna. Meira en 156 Palestínumenn hafa fallið í átökunum samkvæmt AP fréttaveitunni. Hermenn gerðu árás á stað sem notaður var til að skjóta eldflaugum á Ísrael og herinn segir fjóra þeirra hafa særst í árásinni. Þeir munu nú vera komnir aftur til Ísrael. Þetta er í fyrsta sinn sem hermenn eru sendir inn á Gaza í þessum átökum en AP segir þá vera sérsveitarmenn. Ekki sé útlit fyrir að um sé að ræða fyrsta skref innrásar. Þá var fjöldi loftárása gerðar á Gaza í gær og í nótt. Þá lenti sprengja á endurhæfingarmiðstöð þar sem tveir sjúklingar létust og fjórir særðust. Einnig var loftárás gerð á heimili lögreglustjórans á Gaza í gær, sem hrundi. Hluti nærliggjandi mosku hrundi einnig og minnst 18 létust og 50 særðust. Ísraelar segja loftárásirnar vera í sjálfsvörn gegn eldflaugum sem skotið sé frá Gaza. Þeis saka Hamas samtökin um að skýla sér að baki borgurum með því að skjóta eldflaugunum úr íbúabyggð. Aðrir segja þó loftárásir Ísrael á einu þéttbyggðasta svæði heims vera helstu ástæðu þess að borgarar séu í hættu. Sarit Michaeli hjá ísraelsku mannréttindasamtökunum B´Tselem sagði AP að þrátt fyrir að Hamas brytu alþjóðalög með því að skýla sér að baki borgara, gæfi það Ísraelsmönnum ekki rétt til þess að brjóta alþjóðalög einnig. Hér að neðan má sjá myndbandi af loftvörnum Ísrael skjóta niður tvær eldflaugar fyrir ofan íbúahverfi í Ísrael. Post by Mary Michelle Ruben Pritas. Gasa Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Sjá meira
Ísraelsmenn gerðu loftárásir á stofnanir á Gaza svæðinu, sem grunaðar eru um tengsl við Hamas samtökin og sendu hermenn inn á svæðið í fyrsta sinn frá því átökin hófust fyrir viku. Þrátt fyrir alþjóðlegan þrýsting um vopnahlé segjast báðir aðilar ekki vera tilbúnir til friðarviðræðna. Meira en 156 Palestínumenn hafa fallið í átökunum samkvæmt AP fréttaveitunni. Hermenn gerðu árás á stað sem notaður var til að skjóta eldflaugum á Ísrael og herinn segir fjóra þeirra hafa særst í árásinni. Þeir munu nú vera komnir aftur til Ísrael. Þetta er í fyrsta sinn sem hermenn eru sendir inn á Gaza í þessum átökum en AP segir þá vera sérsveitarmenn. Ekki sé útlit fyrir að um sé að ræða fyrsta skref innrásar. Þá var fjöldi loftárása gerðar á Gaza í gær og í nótt. Þá lenti sprengja á endurhæfingarmiðstöð þar sem tveir sjúklingar létust og fjórir særðust. Einnig var loftárás gerð á heimili lögreglustjórans á Gaza í gær, sem hrundi. Hluti nærliggjandi mosku hrundi einnig og minnst 18 létust og 50 særðust. Ísraelar segja loftárásirnar vera í sjálfsvörn gegn eldflaugum sem skotið sé frá Gaza. Þeis saka Hamas samtökin um að skýla sér að baki borgurum með því að skjóta eldflaugunum úr íbúabyggð. Aðrir segja þó loftárásir Ísrael á einu þéttbyggðasta svæði heims vera helstu ástæðu þess að borgarar séu í hættu. Sarit Michaeli hjá ísraelsku mannréttindasamtökunum B´Tselem sagði AP að þrátt fyrir að Hamas brytu alþjóðalög með því að skýla sér að baki borgara, gæfi það Ísraelsmönnum ekki rétt til þess að brjóta alþjóðalög einnig. Hér að neðan má sjá myndbandi af loftvörnum Ísrael skjóta niður tvær eldflaugar fyrir ofan íbúahverfi í Ísrael. Post by Mary Michelle Ruben Pritas.
Gasa Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Sjá meira