Erlent

Fjórir særðust í hnífaárás í Hanau

Kjartan Kjartansson skrifar
Mikill viðbúnaður var í Hanau eftir hryðjuverkaárás kynþáttahatara þar í febrúar.
Mikill viðbúnaður var í Hanau eftir hryðjuverkaárás kynþáttahatara þar í febrúar. Vísir/EPA

Ekki er ljóst hvað hópi manna sem stakk og særði fjóra vegfarendur gekk til í borginni Hanau í Þýskalandi í gærkvöldi. Lögregla telur þó ekkert benda til þess að árásirnar tengist fjöldamorði kynþáttahatara á fólki ef erlendum uppruna í borginni í febrúar.

Fjórir voru fluttir á sjúkrahús með stungusár í gærkvöldi en enginn þeirra er sagður í lífshættu. Talið er að hópur fimm til sjö manna hafi ráðist á fólkið. Tveir voru handteknir, grunaðir um aðild á árásunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Meintu árásarmennirnir eru 29 og 23 ára gamlir.

Talsmaður lögreglunnar segir engar vísbendingar um að tengsl séu á milli árásanna í gær og fjöldamorðsins í febrúar. Þá skaut 43 ára gamall karlmaður sem hafði lýst rasískum skoðunum níu manns til bana á vatnspípubörum í Hanau áður en hann drap móður sína og að endingu sjálfan sig.


Tengdar fréttir

Merkel fordæmir árásina í Hanau

Öfgaþjóðernishyggjumaður er grunaður um að hafa myrt níu manns á tveimur skemmtistöðum í bænum Hanau, nærri Frankfurt, í Þýskalandi í gærkvöldi áður en hann stytti sér aldur. Angela Merkel kanslari fordæmdi árásina í dag og sagði kynþáttahatur eitur fyrir þýskt samfélag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.