„Ekki króna inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa“ Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 19:00 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í höfuðstöðvunum í dag. MYND/STÖÐ 2 „Það er ekki að koma króna ný inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, varðandi styrki frá FIFA og UEFA. Styrkirnir berast sambandinu fyrr en ella vegna kórónuveirukrísunnar. UEFA hefur ákveðið að flýta útdeilingu styrkja til aðildarsambanda sinna en þeir nema að hámarki jafnvirði 680 milljóna króna fyrir hvert samband. Klara segir KSÍ reyndar ekki uppfylla öll skilyrði til að fá hámarksupphæðina, til að mynda haldi KSÍ ekki úti futsal-landsliði. Þá fær KSÍ að minnsta kosti 73 milljóna króna fyrirframgreiðslu frá FIFA. Í hvorugu tilvikinu er því um „nýja“ styrki að ræða, aðeins fyrirframgreiðslur. „Þetta er bara peningur sem við gerðum ráð fyrir í rekstrinum. Þetta er peningur sem fer í það að reka mótahaldið hjá okkur, borga laun dómara, borga laun starfsmanna, halda úti yngri landsliðum og annað slíkt. Þetta er allt niðurnjörvað í okkar áætlunum og við erum með fimm ára áætlun varðandi okkar rekstur. Það er gert ráð fyrir hverri krónu þar,“ sagði Klara við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Aðspurð hvort að félögin í landinu gerðu ekki ákall til þessara peninga, í ljósi erfiðrar stöðu nú, benti Klara á að KSÍ hefði einmitt aðstoðað aðildarfélög sín með fyrirframgreiðslum á síðustu vikum. „Félögin í landinu gera ákall til og biðja um stuðning við sinn rekstur sem er mjög erfiður núna. Félögin eru að tapa miklum peningum á hverjum degi og það er þröngt í búi þar. Félögin eru því að leita aðstoðar hjá Knattspyrnusambandinu og sambandið hefur verið að fara yfir það. Við höfum verið að greiða fyrir fram síðustu vikur og erum að skoða stöðuna varðandi hvað við getum gert frekar,“ sagði Klara. Klippa: Sportpakkinn - KSÍ fær styrki frá FIFA og UEFA fyrr Sportpakkinn KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Greiðslurnar frá FIFA og UEFA ekki nýjar og gert var ráð fyrir þeim Knattspyrnusamband Íslands hafði gert ráð fyrir greiðslunum sem koma frá FIFA og UEFA. 28. apríl 2020 11:18 KSÍ fær 680 milljónir frá UEFA UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að veita hverju aðildarsambandi sínu 4,3 milljónir evra eða jafnvirði rúmlega 680 milljóna íslenskra króna, vegna kórónuveirukrísunnar. 27. apríl 2020 19:30 KSÍ sendir frá sér áskorun til stjórnvalda: „Mjög ábótavant" Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér áskorun frá stjórn KSÍ til stjórnvalda vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. 27. apríl 2020 14:52 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Beit andstæðing á HM Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
„Það er ekki að koma króna ný inn á okkar reikning sem ekki er búið að ráðstafa,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, varðandi styrki frá FIFA og UEFA. Styrkirnir berast sambandinu fyrr en ella vegna kórónuveirukrísunnar. UEFA hefur ákveðið að flýta útdeilingu styrkja til aðildarsambanda sinna en þeir nema að hámarki jafnvirði 680 milljóna króna fyrir hvert samband. Klara segir KSÍ reyndar ekki uppfylla öll skilyrði til að fá hámarksupphæðina, til að mynda haldi KSÍ ekki úti futsal-landsliði. Þá fær KSÍ að minnsta kosti 73 milljóna króna fyrirframgreiðslu frá FIFA. Í hvorugu tilvikinu er því um „nýja“ styrki að ræða, aðeins fyrirframgreiðslur. „Þetta er bara peningur sem við gerðum ráð fyrir í rekstrinum. Þetta er peningur sem fer í það að reka mótahaldið hjá okkur, borga laun dómara, borga laun starfsmanna, halda úti yngri landsliðum og annað slíkt. Þetta er allt niðurnjörvað í okkar áætlunum og við erum með fimm ára áætlun varðandi okkar rekstur. Það er gert ráð fyrir hverri krónu þar,“ sagði Klara við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Aðspurð hvort að félögin í landinu gerðu ekki ákall til þessara peninga, í ljósi erfiðrar stöðu nú, benti Klara á að KSÍ hefði einmitt aðstoðað aðildarfélög sín með fyrirframgreiðslum á síðustu vikum. „Félögin í landinu gera ákall til og biðja um stuðning við sinn rekstur sem er mjög erfiður núna. Félögin eru að tapa miklum peningum á hverjum degi og það er þröngt í búi þar. Félögin eru því að leita aðstoðar hjá Knattspyrnusambandinu og sambandið hefur verið að fara yfir það. Við höfum verið að greiða fyrir fram síðustu vikur og erum að skoða stöðuna varðandi hvað við getum gert frekar,“ sagði Klara. Klippa: Sportpakkinn - KSÍ fær styrki frá FIFA og UEFA fyrr
Sportpakkinn KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Greiðslurnar frá FIFA og UEFA ekki nýjar og gert var ráð fyrir þeim Knattspyrnusamband Íslands hafði gert ráð fyrir greiðslunum sem koma frá FIFA og UEFA. 28. apríl 2020 11:18 KSÍ fær 680 milljónir frá UEFA UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að veita hverju aðildarsambandi sínu 4,3 milljónir evra eða jafnvirði rúmlega 680 milljóna íslenskra króna, vegna kórónuveirukrísunnar. 27. apríl 2020 19:30 KSÍ sendir frá sér áskorun til stjórnvalda: „Mjög ábótavant" Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér áskorun frá stjórn KSÍ til stjórnvalda vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. 27. apríl 2020 14:52 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Beit andstæðing á HM Sport Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Greiðslurnar frá FIFA og UEFA ekki nýjar og gert var ráð fyrir þeim Knattspyrnusamband Íslands hafði gert ráð fyrir greiðslunum sem koma frá FIFA og UEFA. 28. apríl 2020 11:18
KSÍ fær 680 milljónir frá UEFA UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að veita hverju aðildarsambandi sínu 4,3 milljónir evra eða jafnvirði rúmlega 680 milljóna íslenskra króna, vegna kórónuveirukrísunnar. 27. apríl 2020 19:30
KSÍ sendir frá sér áskorun til stjórnvalda: „Mjög ábótavant" Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér áskorun frá stjórn KSÍ til stjórnvalda vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu. 27. apríl 2020 14:52