Ríkharður sá eini sem byrjaði betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2010 08:30 Kolbeinn Sigþórsson hefur þegar skorað 3 mörk í fyrstu 5 landsleikjum sínum. Hann skoraði fleiri mörk með A-landsliðinu en 21 árs liðinu á árinu. Nordic Photos / AFP Kolbeinn Sigþórsson hefur byrjað vel með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og er nú kominn í fámennan hóp með þeim Ríkharði Jónssyni og Tryggva Guðmundssyni. Fréttablaðið skoðaði byrjun þeirra tólf leikmanna sem hafa náð því að skora tíu mörk eða fleiri fyrir íslenska A-landsliðið. Aðeins fyrrnefndir tveir leikmenn náðu því að skora meira en eitt mark í fyrstu fimm landsleikjum sínum. Ríkharður Jónsson átti markamet íslenska karlalandsliðsins í 56 ár eða frá 1951 til 2007 og hann náði þeim frábæra árangri að skora 7 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum með A-landsliðinu. Þar á meðal er ferna hans í 4-3 sigri á Svíum í hans fjórða landsleik og tvenna í 2-0 sigri á Finnum 1948 en það var fyrsti sigurleikur íslenska karlalandsliðsins frá upphafi. Tryggvi Guðmundsson skoraði þrjú mörk í fyrstu fimm landsleikjum sínum sumarið 1997 en það sumar jafnaði hann einnig markametið í efstu deild karla með því að skora 19 mörk í 18 leikjum með ÍBV-liðinu. Tryggvi skoraði ekki fjórða landsmarkið sitt fyrr en fjórum árum og 16 leikjum seinna en það er vonandi að Kolbeinn þurfi ekki að bíða svo lengi eftir fjórða A-landsliðsmarki sínu. Feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen eru báðir meðal fjögurra markahæstu leikmanna A-landsliðsins en þeir voru báðir rólegir í fyrstu landsleikjum sínum. Arnór skoraði ekki fyrr en í sínum níunda landsleik og Eiður Smári skoraði „bara" eitt mark í fyrstu tíu landsleikjum sínum. Þriðja A-landsliðsmark Arnórs kom eftir 22 leiki og átta ár með landsliðinu en sonurinn skoraði sitt þriðja landsliðsmark í sínum tólfta A-landsleik. Ríkharður skoraði sitt þriðja landsliðsmark eftir 302 mínútur sem þýðir að Kolbeinn var á undan honum því þessi tvítugi leikmaður AZ Alkmaar var aðeins búinn að spila í 289 mínútur í A-landsliðstreyjunni þegar hann skoraði sitt þriðja landsliðsmark í Tel Aviv í fyrrakvöld. Tryggvi Guðmundsson gerði reyndar betur en þeir báðir því þriðja landsliðsmark hans kom eftir 172 mínútna leik með A-landsliðinu. Kolbeinn lék sinn fyrsta landsleik í Kórnum í mars síðastliðnum og Ólafur Jóhannesson henti honum strax í byrjunarliðið. Kolbeinn skoraði eftir 37 mínútur þegar hann kom íslenska liðnu í 2-0. Hann fékk þá fína fyrirgjöf frá Steinþóri Frey Þorsteinssyni frá hægri og skoraði af stuttu færi. Kolbeinn var einnig í byrjunarliðinu í næsta leik á móti Mexíkó, hann náði ekki að skora en lék allan tímann í markalausu jafntefli. Kolbeinn var á bekknum í þriðja landsleiknum sínum sem var jafnframt sá fyrsti sem hann spilaði á Laugardalsvellinum. Kolbeinn kom inn á í stöðunni 2-0 þegar 18 mínútur voru eftir af leiknum og innsiglaði 4-0 sigur íslenska liðsins með marki á 89. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Eggerti Gunnþóri Jónssyni. Kolbeinn náði því líka að skora í fyrsta leiknum sínum á þjóðarleikvanginum alveg eins og í fyrsta A-landsleik sínum 70 dögum áður. Tryggvi Guðmundsson skoraði 12 mörk í 42 landsleikjum á árunum 1997 til 2008. Kolbeinn var aftur á bekknum í fjórða landsleiknum sínum en kom sterkur inn af bekknum í 0-1 tapi á móti Dönum á Parken. Kolbeinn lék í þrettán mínútur en minnti vel á sig á þessum kafla. Ólafur Jóhannesson setti Kolbein aftur í byrjunarliðið sitt í Ísrael í fyrrakvöld og Kolbeinn skoraði þar sitt þriðja landsliðsmark eftir að hafa fengið óeigingjarna sendingu frá Steinþóri Frey Þorsteinssyni sem er þar með búinn að leggja upp tvö af þremur mörkum hans fyrir A-landsliðið. Heiðar Helguson var markahæsti landsliðsmaður Íslands á árinu með fjögur mörk og hefur verið á undan Kolbeini í goggunarröðinni. Kolbeinn hefur hins vegar nýtt tækifærin sín vel í fjarveru Heiðars og ætti að vera orðinn fyrsti maður í framlínu íslenska landsliðsins áður en langt um líður. Íslenski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson hefur byrjað vel með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og er nú kominn í fámennan hóp með þeim Ríkharði Jónssyni og Tryggva Guðmundssyni. Fréttablaðið skoðaði byrjun þeirra tólf leikmanna sem hafa náð því að skora tíu mörk eða fleiri fyrir íslenska A-landsliðið. Aðeins fyrrnefndir tveir leikmenn náðu því að skora meira en eitt mark í fyrstu fimm landsleikjum sínum. Ríkharður Jónsson átti markamet íslenska karlalandsliðsins í 56 ár eða frá 1951 til 2007 og hann náði þeim frábæra árangri að skora 7 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum með A-landsliðinu. Þar á meðal er ferna hans í 4-3 sigri á Svíum í hans fjórða landsleik og tvenna í 2-0 sigri á Finnum 1948 en það var fyrsti sigurleikur íslenska karlalandsliðsins frá upphafi. Tryggvi Guðmundsson skoraði þrjú mörk í fyrstu fimm landsleikjum sínum sumarið 1997 en það sumar jafnaði hann einnig markametið í efstu deild karla með því að skora 19 mörk í 18 leikjum með ÍBV-liðinu. Tryggvi skoraði ekki fjórða landsmarkið sitt fyrr en fjórum árum og 16 leikjum seinna en það er vonandi að Kolbeinn þurfi ekki að bíða svo lengi eftir fjórða A-landsliðsmarki sínu. Feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen eru báðir meðal fjögurra markahæstu leikmanna A-landsliðsins en þeir voru báðir rólegir í fyrstu landsleikjum sínum. Arnór skoraði ekki fyrr en í sínum níunda landsleik og Eiður Smári skoraði „bara" eitt mark í fyrstu tíu landsleikjum sínum. Þriðja A-landsliðsmark Arnórs kom eftir 22 leiki og átta ár með landsliðinu en sonurinn skoraði sitt þriðja landsliðsmark í sínum tólfta A-landsleik. Ríkharður skoraði sitt þriðja landsliðsmark eftir 302 mínútur sem þýðir að Kolbeinn var á undan honum því þessi tvítugi leikmaður AZ Alkmaar var aðeins búinn að spila í 289 mínútur í A-landsliðstreyjunni þegar hann skoraði sitt þriðja landsliðsmark í Tel Aviv í fyrrakvöld. Tryggvi Guðmundsson gerði reyndar betur en þeir báðir því þriðja landsliðsmark hans kom eftir 172 mínútna leik með A-landsliðinu. Kolbeinn lék sinn fyrsta landsleik í Kórnum í mars síðastliðnum og Ólafur Jóhannesson henti honum strax í byrjunarliðið. Kolbeinn skoraði eftir 37 mínútur þegar hann kom íslenska liðnu í 2-0. Hann fékk þá fína fyrirgjöf frá Steinþóri Frey Þorsteinssyni frá hægri og skoraði af stuttu færi. Kolbeinn var einnig í byrjunarliðinu í næsta leik á móti Mexíkó, hann náði ekki að skora en lék allan tímann í markalausu jafntefli. Kolbeinn var á bekknum í þriðja landsleiknum sínum sem var jafnframt sá fyrsti sem hann spilaði á Laugardalsvellinum. Kolbeinn kom inn á í stöðunni 2-0 þegar 18 mínútur voru eftir af leiknum og innsiglaði 4-0 sigur íslenska liðsins með marki á 89. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Eggerti Gunnþóri Jónssyni. Kolbeinn náði því líka að skora í fyrsta leiknum sínum á þjóðarleikvanginum alveg eins og í fyrsta A-landsleik sínum 70 dögum áður. Tryggvi Guðmundsson skoraði 12 mörk í 42 landsleikjum á árunum 1997 til 2008. Kolbeinn var aftur á bekknum í fjórða landsleiknum sínum en kom sterkur inn af bekknum í 0-1 tapi á móti Dönum á Parken. Kolbeinn lék í þrettán mínútur en minnti vel á sig á þessum kafla. Ólafur Jóhannesson setti Kolbein aftur í byrjunarliðið sitt í Ísrael í fyrrakvöld og Kolbeinn skoraði þar sitt þriðja landsliðsmark eftir að hafa fengið óeigingjarna sendingu frá Steinþóri Frey Þorsteinssyni sem er þar með búinn að leggja upp tvö af þremur mörkum hans fyrir A-landsliðið. Heiðar Helguson var markahæsti landsliðsmaður Íslands á árinu með fjögur mörk og hefur verið á undan Kolbeini í goggunarröðinni. Kolbeinn hefur hins vegar nýtt tækifærin sín vel í fjarveru Heiðars og ætti að vera orðinn fyrsti maður í framlínu íslenska landsliðsins áður en langt um líður.
Íslenski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira