Erlent

Maradona hatar Bandaríkin

Hér er Maradona með Castro, en í dag hitti hann annan góðan vin sinn Hugo Chavez.
Hér er Maradona með Castro, en í dag hitti hann annan góðan vin sinn Hugo Chavez. MYND/AP

Diego Maradona var í dag gestur í vikulegum sjónvarpsþætti Hugo Chavez, hins litríka en umdeilda, forseta Venesúela. Í þættinum sagðist Maradona hata bandaríkin af öllum sínum mætti og lýsti því yfir að hann væri eindreginn stuðningsmaður Chavez.

Maradona hefur oft lýst dálæti sínu á Fidel Castro leiðtoga á Kúbu. Í þættinum í dag ítrekaði hann ást sína á honum og sagði að allt sem Fidel geri og að allt sem Chavez geri sé það besta sem mögulega sé hægt að gera.

„Ég hata allt sem frá Bandaríkjunum kemur, af öllum mínum mætti," sagði fótboltastjarnan fyrrverandi og uppskar dynjandi fagnaðarlæti frá áhorfendum í upptökuverinu, sem líkast til eru allir gallharðir stuðningsmenn forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×