Fordæma meðferð á föngum í El Salvador Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2020 11:21 Bukele forseti lýsti yfir neyðarástandi í fangelsum eftir morðöldu í landinu um helgina. Hann birti myndir úr Izalco-fangelsinu í San Salvador þar sem hundruðum fanga var raðað upp á nærbuxunum, þétt upp við hver annan. Sumir þeirra voru með grímur vegna kórónuveirufaraldursins en aðrir ekki. Á sama tíma boðar ríkisstjórnin tveggja metra fjarlægðarreglu vegna faraldursins. AP/forsetaskrifstofa El Salvador Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í El Salvador um helgina og sakaði Bukele forseti glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir væru uppteknar vegna kórónuveirufaraldursins. Tilkynnti forsetinn um hertar aðgerðir í fangelsum landsins, þar sem hann sagði að mörg morðanna hefur verið skipulögð. Félagar í glæpagengjum voru settir í einangrun í fangelsum og Bukele skipaði fyrir um að félagar í mismunandi gengjum yrðu látnir deila fangaklefum til að rjúfa samskiptaleiðir innan gengja innan veggja fangelsanna. Þá heimilaði forsetinn lögreglu og hernum að skjóta meinta glæpamenn til bana ef þörf krefði. Vitni sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við sáu verkamenn sjóða málmplötur yfir hurðir á fangaklefum. „Héðan í frá verða allir klefar með glæpagengjum innsiglaðir. Þeir munu ekki lengur geta séð út úr klefanum. Þetta mun koma í veg fyrir að þeir noti tákn til að hafa samskipti út á ganginn. Þeir verða inni, í myrkrinu, með vinum sínum úr öðrum gengjum,“ sagði Bukele um helgina. Fangar á stuttbuxum beygja sig fyrir framan vopnaða fangaverði í Izalco-fangelsinu. Áætlað er að hátt í 13.000 félagar í glæpagengjum sitji í fangelsum í El Salvador. Gengin hafa haldið landinu í heljargreipum nær allar götur frá því að borgarastríðinu þar lauk árið 1992.AP/forsetaskrifstofa El Salvador „Niðurlægjandi og niðrandi“ Myndir sem forsetinn birti af hundruðum hálfnaktra fanga um helgina stangast þó á við aðgerðir ríkisstjórnar hans til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins með félagsforðun og sóttkví. Erika Guevara, yfirmaður Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segir myndirnar áhyggjuefni. „Við lítum mjög alvarlega á þessar myndir sem eru teknar af fólki sem er svipt frelsi sínu í fangelsum, þetta eru aðstæður þar sem fólk er leitt saman í fangelsisgörðum á niðurlægjandi og niðrandi hátt,“ segir Guevara. Bukele hefur áður virt hæstaréttardóma um að honum beri að virða stjórnarskrá landsins að vettugi og beitt hernum fyrir sig til að hóta þinginu. Forsetinn hefur vísað allri gagnrýni á bug með þeim rökum að honum beri skylda til að vernda landsmenn og sakað forvera sína í embætti um spillingu. José Miguel Vivanco, forstjóri Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segir að hætta sé á að El Salvador verði að valdboðsríki ef heimsveldin láta ekki til sín taka. „Við höfum skyldu til að tryggja að El Salvador verði ekki að öðru einræðisríki,“ segir Vivanco við Reuters-fréttastofuna. Hvorki Bandaríkjastjórn né Evrópusambandið hafa andmælt mannréttindabrotum í El Salvador. Mannréttindavaktin hefur skorað á Samtök Ameríkuríkja að virkja lýðræðissáttmála Ameríkuríkja í El Salvador. Það er aðeins gert þegar Ameríkuríki er talið hafa vikið af braut lýðræðis. El Salvador Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakar glæpagengi um að notfæra sér faraldurinn Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. 27. apríl 2020 11:31 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í El Salvador um helgina og sakaði Bukele forseti glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir væru uppteknar vegna kórónuveirufaraldursins. Tilkynnti forsetinn um hertar aðgerðir í fangelsum landsins, þar sem hann sagði að mörg morðanna hefur verið skipulögð. Félagar í glæpagengjum voru settir í einangrun í fangelsum og Bukele skipaði fyrir um að félagar í mismunandi gengjum yrðu látnir deila fangaklefum til að rjúfa samskiptaleiðir innan gengja innan veggja fangelsanna. Þá heimilaði forsetinn lögreglu og hernum að skjóta meinta glæpamenn til bana ef þörf krefði. Vitni sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við sáu verkamenn sjóða málmplötur yfir hurðir á fangaklefum. „Héðan í frá verða allir klefar með glæpagengjum innsiglaðir. Þeir munu ekki lengur geta séð út úr klefanum. Þetta mun koma í veg fyrir að þeir noti tákn til að hafa samskipti út á ganginn. Þeir verða inni, í myrkrinu, með vinum sínum úr öðrum gengjum,“ sagði Bukele um helgina. Fangar á stuttbuxum beygja sig fyrir framan vopnaða fangaverði í Izalco-fangelsinu. Áætlað er að hátt í 13.000 félagar í glæpagengjum sitji í fangelsum í El Salvador. Gengin hafa haldið landinu í heljargreipum nær allar götur frá því að borgarastríðinu þar lauk árið 1992.AP/forsetaskrifstofa El Salvador „Niðurlægjandi og niðrandi“ Myndir sem forsetinn birti af hundruðum hálfnaktra fanga um helgina stangast þó á við aðgerðir ríkisstjórnar hans til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins með félagsforðun og sóttkví. Erika Guevara, yfirmaður Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segir myndirnar áhyggjuefni. „Við lítum mjög alvarlega á þessar myndir sem eru teknar af fólki sem er svipt frelsi sínu í fangelsum, þetta eru aðstæður þar sem fólk er leitt saman í fangelsisgörðum á niðurlægjandi og niðrandi hátt,“ segir Guevara. Bukele hefur áður virt hæstaréttardóma um að honum beri að virða stjórnarskrá landsins að vettugi og beitt hernum fyrir sig til að hóta þinginu. Forsetinn hefur vísað allri gagnrýni á bug með þeim rökum að honum beri skylda til að vernda landsmenn og sakað forvera sína í embætti um spillingu. José Miguel Vivanco, forstjóri Mannréttindavaktarinnar í Ameríkunum, segir að hætta sé á að El Salvador verði að valdboðsríki ef heimsveldin láta ekki til sín taka. „Við höfum skyldu til að tryggja að El Salvador verði ekki að öðru einræðisríki,“ segir Vivanco við Reuters-fréttastofuna. Hvorki Bandaríkjastjórn né Evrópusambandið hafa andmælt mannréttindabrotum í El Salvador. Mannréttindavaktin hefur skorað á Samtök Ameríkuríkja að virkja lýðræðissáttmála Ameríkuríkja í El Salvador. Það er aðeins gert þegar Ameríkuríki er talið hafa vikið af braut lýðræðis.
El Salvador Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakar glæpagengi um að notfæra sér faraldurinn Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. 27. apríl 2020 11:31 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Sakar glæpagengi um að notfæra sér faraldurinn Forseti El Salvador sakar þarlend glæpagengi um að notfæra sér að öryggissveitir landsins beini nú kröftum sínum að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fleiri en fimmtíu manns voru myrtir í Mið-Ameríkulandinu um helgina. 27. apríl 2020 11:31