Íslenski boltinn

Greiðslurnar frá FIFA og UEFA ekki nýjar og gert var ráð fyrir þeim

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Laugardalsvöllur í allri sinni dýrð.
Laugardalsvöllur í allri sinni dýrð. vísir/egill

Greiðslur sem KSÍ fær frá FIFA og UEFA eru fyrirframgreiðslur en ekki nýtt fjármagn. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

„Í hvorugu tilfelli er um að ræða nýtt fjármagn, heldur fyrirframgreiðslur á peningum sem samböndin hafa gert gert ráð fyrir í sínum fjárhagsáætlunum fyrir næstu ár og hafa þegar verið eyrnamerktir áætluðum rekstrarkostnaði og ýmsum verkefnum, m.a. kostnaði við landslið, mótahald, fræðslumál og annan rekstrarkostnað,“ segir í fréttinni.

Greiðslurnar eiga að hjálpa aðildarsamböndunum á tímum kórónuveirufaraldursins og létta undir með rekstri þeirra.

KSÍ fær væntanlega tæpar 700 milljónir króna frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, eða 4,3 milljónir evra. Alls fara 236,5 milljónir evra til aðildarsambanda UEFA.

Frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, fær KSÍ 73 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×