Læknir í framlínu New York borgar fannst látinn Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2020 08:51 Lorna Breen starfaði við New York-Presbyterian Allen sjúkrahúsið á Manhattan. Facebook-síða Lornu Breen Læknir sem hefur verið í framlínu yfirvalda í New York í baráttunni gegn kórónuveirunni fannst látin um helgina. Er talið að hún hafi svipt sig lífi. Lorna Breen, sem var forstjóri lækninga við New York-Presbyterian Allen sjúkrahúsið á Manhattan, fannst látin á sunnudaginn að því er segir í yfirlýsingu frá lögreglu. „Hún reyndi að sinna starfi sínu og það varð henni að bana,“ hefur New York Times eftir Philip Breen, föður Lornu Breen. New York hefur farið illa út úr faraldri kórónuveirunnar, en af um 56 þúsund skráðum dauðsföllum sem rakin eru til Covid-19 í Bandaríkjunum hafa um 17.500 átt sér stað í New York, eða um þriðjungur. Philip Breen segir dóttur sína ekki hafa glímt við andlega sjúkdóma en að hún hafi verið „fjarlæg“ síðustu dagana og lýst því hvernig sjúklingar hafi látist í hrönnum. „Hún var sannarlega í skotgröfunum í framlínunni.“ Lorna Breen lést í Charlottsville í Virginíu þar sem hún hafði dvalið með fjölskyldu sinni síðustu daga. Hún hafði sjálf smitast af kórónuveirunni en snúið aftur til vinnu eftir að hafa haldið sig heima í eina og hálfa viku. Yfirmenn á sjúkrahúsinu hafi hins vegar vísað henni aftur heim til að hún gæti jafnað sig frekar og hafi fjölskylda hennar farið með hana til Charlottsville. „Tryggið að hylla hana sem hetju. Hún er fórnarlamb líkt og allir aðrir sem hafa látist,“ hefur NYT eftir föður Lornu Breen. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Læknir sem hefur verið í framlínu yfirvalda í New York í baráttunni gegn kórónuveirunni fannst látin um helgina. Er talið að hún hafi svipt sig lífi. Lorna Breen, sem var forstjóri lækninga við New York-Presbyterian Allen sjúkrahúsið á Manhattan, fannst látin á sunnudaginn að því er segir í yfirlýsingu frá lögreglu. „Hún reyndi að sinna starfi sínu og það varð henni að bana,“ hefur New York Times eftir Philip Breen, föður Lornu Breen. New York hefur farið illa út úr faraldri kórónuveirunnar, en af um 56 þúsund skráðum dauðsföllum sem rakin eru til Covid-19 í Bandaríkjunum hafa um 17.500 átt sér stað í New York, eða um þriðjungur. Philip Breen segir dóttur sína ekki hafa glímt við andlega sjúkdóma en að hún hafi verið „fjarlæg“ síðustu dagana og lýst því hvernig sjúklingar hafi látist í hrönnum. „Hún var sannarlega í skotgröfunum í framlínunni.“ Lorna Breen lést í Charlottsville í Virginíu þar sem hún hafði dvalið með fjölskyldu sinni síðustu daga. Hún hafði sjálf smitast af kórónuveirunni en snúið aftur til vinnu eftir að hafa haldið sig heima í eina og hálfa viku. Yfirmenn á sjúkrahúsinu hafi hins vegar vísað henni aftur heim til að hún gæti jafnað sig frekar og hafi fjölskylda hennar farið með hana til Charlottsville. „Tryggið að hylla hana sem hetju. Hún er fórnarlamb líkt og allir aðrir sem hafa látist,“ hefur NYT eftir föður Lornu Breen. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira