Erlent

Obama útilokar framboð með Hillary

MYND/AFP

Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Barak Obama, sem keppir um að verða forsetaefni demókrataflokksins, útilokar að hann muni bjóða sig fram sem varaforsetaefni Hillary Clinton sigri hún í valkosningunum. Þetta kom fram í máli þingmannsins í sjónvarpsþættinum Late Night with David Letterman.

Aðspurður hvort hann myndi íhuga að bjóða sig fram sem varaforsetaefni Hillary Clinton stæði það til boða sagði Barak það ekki koma til greina. „Ég stefni að sigri en ekki öðru sæti," sagði Barak.

Útnefning demókrata fer fram snemma á næsta ári og er Obama talinn líklegur til afreka. Í síðustu viku tilkynnti Obama að hann hefði safnað um 25 milljónum Bandaríkjadala í kosningasjóð. Sjóður Hillary Clinton er hins vegar stærri en hann nemur nú 26 milljónum dala.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×