Johnson vill ekki slaka á takmörkunum strax Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 14:05 Johnson er kominn aftur til starfa en hann lá um tíma inni á gjörgæsludeild sjúkrahúss í London með Covid-19. Vísir/EPA Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. Johnson hélt sinn fyrsta blaðamannfund frá því að hann kom aftur til starfa eftir að hafa um tíma verið þungt haldinn af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, í morgun. Þar lagði hann áherslu á að takmörkunum vegna faraldursins yrði ekki aflétt of fljótt. „Við getum einfaldlega ekki greint frá því núna hversu hratt eða hægt eða jafnvel hvenær þessar breytingar verða gerðar þó að ríkisstjórnin muni klárlega segja mun meira um þetta á næstu dögum,“ sagði Johnson. Hætta væri á annarri bylgju faraldursins með fleiri dauðsföllum og efnahagslegum hörmungum yrði ekki farið varlega í næstu skref. Biðlaði forsætisráðherrann til þjóðarinnar um að sýna þolinmæði áfram. „Ég veit að þetta er erfitt. Ég vil koma hagkerfinu í gang eins fljótt og ég get. Ég neita hins vegar að kasta í burtu fórn bresku þjóðarinnar,“ sagði hann. Bretland er á meðal þeirra landa sem hafa farið hvað verst út úr faraldrinum til þessa. Rúmlega 20.700 manns hafa látist á sjúkrahúsum. Daglegum dauðsföllum virðist þó farið að fækka. Talið er að raunverulegt mannfall sé töluvert hærra þar sem tölur frá hjúkrunarheimilum liggja enn ekki fyrir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vegna faraldursins og aðgerðanna til að stemma stigu við honum hefur atvinnuleysi stóraukist og kreppa stendur fyrir dyrum. Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd fyrir að bregðast hægt við faraldrinum. Johnson vildi í fyrstu ekki skipa fyrir um útgöngubann og aðrar takmarkanir en snerist síðar hugur þegar spálíkön bentu til þess að hundruð þúsunda manna gætu látið lífið án aðgerða. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27. apríl 2020 08:59 Fullyrðir að hámarki faraldursins sé náð í Bretlandi Faraldurinn hefur náð hámarki sínu á Bretlandseyjum að sögn Matts Hancock, heilbrigðisráðherra. 22. apríl 2020 14:37 Mannfallið í Bretlandi talið enn meira en opinberar tölur benda til Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda benda til. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. 21. apríl 2020 12:46 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Árangri sem breska þjóðin hefur náð í að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar með fórnum verður ekki kastað fyrir róða með því að slaka á takmörkunum of snemma, að sögn Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands. Ekki sé ljóst hvenær verði hægt að opna hagkerfið frekar. Johnson hélt sinn fyrsta blaðamannfund frá því að hann kom aftur til starfa eftir að hafa um tíma verið þungt haldinn af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, í morgun. Þar lagði hann áherslu á að takmörkunum vegna faraldursins yrði ekki aflétt of fljótt. „Við getum einfaldlega ekki greint frá því núna hversu hratt eða hægt eða jafnvel hvenær þessar breytingar verða gerðar þó að ríkisstjórnin muni klárlega segja mun meira um þetta á næstu dögum,“ sagði Johnson. Hætta væri á annarri bylgju faraldursins með fleiri dauðsföllum og efnahagslegum hörmungum yrði ekki farið varlega í næstu skref. Biðlaði forsætisráðherrann til þjóðarinnar um að sýna þolinmæði áfram. „Ég veit að þetta er erfitt. Ég vil koma hagkerfinu í gang eins fljótt og ég get. Ég neita hins vegar að kasta í burtu fórn bresku þjóðarinnar,“ sagði hann. Bretland er á meðal þeirra landa sem hafa farið hvað verst út úr faraldrinum til þessa. Rúmlega 20.700 manns hafa látist á sjúkrahúsum. Daglegum dauðsföllum virðist þó farið að fækka. Talið er að raunverulegt mannfall sé töluvert hærra þar sem tölur frá hjúkrunarheimilum liggja enn ekki fyrir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vegna faraldursins og aðgerðanna til að stemma stigu við honum hefur atvinnuleysi stóraukist og kreppa stendur fyrir dyrum. Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd fyrir að bregðast hægt við faraldrinum. Johnson vildi í fyrstu ekki skipa fyrir um útgöngubann og aðrar takmarkanir en snerist síðar hugur þegar spálíkön bentu til þess að hundruð þúsunda manna gætu látið lífið án aðgerða.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27. apríl 2020 08:59 Fullyrðir að hámarki faraldursins sé náð í Bretlandi Faraldurinn hefur náð hámarki sínu á Bretlandseyjum að sögn Matts Hancock, heilbrigðisráðherra. 22. apríl 2020 14:37 Mannfallið í Bretlandi talið enn meira en opinberar tölur benda til Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda benda til. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. 21. apríl 2020 12:46 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Johnson sneri aftur til vinnu eftir Covid-veikindin Johnson sagði í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 að breska þjóðin væri nú líklega komin yfir versta hjallann í faraldri kórónuveiru í landinu en fara þyrfti varlega í tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda. 27. apríl 2020 08:59
Fullyrðir að hámarki faraldursins sé náð í Bretlandi Faraldurinn hefur náð hámarki sínu á Bretlandseyjum að sögn Matts Hancock, heilbrigðisráðherra. 22. apríl 2020 14:37
Mannfallið í Bretlandi talið enn meira en opinberar tölur benda til Líklegt er að mannfall í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið allt að 40% meira en daglegar tölur stjórnvalda benda til. Miðað við hærri tölurnar er Bretland eitt þeirra Evrópulanda sem orðið hvað verst úti í faraldrinum til þessa. 21. apríl 2020 12:46