Erlent

Fullyrðir að hámarki faraldursins sé náð í Bretlandi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Matt Hancock er heilbrigðisráðherra Bretlands.
Matt Hancock er heilbrigðisráðherra Bretlands. Vísir/EPA

Faraldurinn hefur náð hámarki sínu á Bretlandseyjum að sögn Matts Hancock, heilbrigðisráðherra.

Hancock lét breskan þingheim vita af þessu nú síðdegis en hann tók fram að takmarkanir sem stjórnvöld hefðu sett á almenning til að stemma stigu við faraldrinum séu að virka.

Þrátt fyrir að faraldurinn væri búinn að ná hámarki sé með öllu ótímabært að aflétta takmarkanir. Leggja þyrfti allt kapp á sýnatökur og þá yrði dánartíðni vegna faraldursins að fara verulega niður til að hægt yrði að hyggja á afléttingu takmarkana.

Samkvæmt opinberum tölum hefur veiran hefur dregið 17.337 manns til dauða í Bretlandi og 129.044 einstaklingar hafa smitast síðan faraldurinn kom upp.

Þessar tölur hafa þó verið dregnar í efa af fjölmiðlum. Þannig birti Financial Times frétt í morgun þar sem byggt var á greiningu á upplýsingum frá Hagstofu Bretlands. Er þar fullyrt að dauðsföll af völdum veirunnar séu allt að 41.000 í Bretlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×