Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2019 13:06 Trump var óvinsæll fyrir lok Rússarannsóknarinnar og er það ennþá eftir hana ef marka má kannanir. Vísir/EPA Vinsældir Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa lítið breyst þrátt fyrir að Rússarannsókninni sem hefur plagað forsetatíð hans hafi lokið í síðasta mánuði. Forsetinn og bandamenn hans fullyrða að skýrsla sérstaka rannsakandans hafi hreinsað hann af allri sök en það virðist lítil áhrif hafa haft á afstöðu kjósenda til hans. Rúm vika er nú liðin frá því að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti Bandaríkjaþingi að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá, væri lokið. Í bréfi til þingsins lýsti Barr því sem hann sagði meginniðurstöður Mueller: að ekki hafi verið sýnt fram á að framboð Trump hafi átt í vitorði við Rússa. Trump og repúblikanar hafa stokkið á samantekt Barr og sagt hana sýna að skýrslan hreinsi forsetann af öllum ásökunum. Skýrslan hefur þó enn ekki verið birt opinberlega og er ekki búist við að það gerist fyrr en síðar í þessum mánuði. Hlutfall þeirra sem voru ánægðir með störf Trump var 42% í byrjun mars samkvæmt meðaltali vefsíðunnar Five Thirty Eight. Óánægðir voru 53,3%. Í byrjun þessa mánaðar voru 41,1% ánægð með forsetann en 52,8% óánægð.Flokkadrættir og óvissa um niðurstöðurnar Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, segir að þó að taka verði þessum tölum með nokkrum fyrirvara þar sem áhrif atburða taki stundum tíma að koma fram í skoðanakönnunum sé engar vísbendingar um að lok Rússarannsóknarinnar hafi markað straumhvörf í afstöðu Bandaríkjamanna til forsetans. Þó nokkrar kannanir hafi verið gerðar eftir að rannsókninni lauk. Sumar þeirra hafi bent til lítilsháttar bætingar fyrir Trump en aðrar hafi sýnt hann tapa fylgi. Þá niðurstöðu segir hann ekki endilega koma á óvart. Flokksdrættir séu miklir í bandarískum stjórnmálum og vinsældir Trump hafi því haldist innan fremur þröngs ramma alla forsetatíð hans. Meiriháttar fréttir af honum hrófli yfirleitt lítið við vinsældum hans í könnunum. Einnig séu vísbendingar um að kjósendur bíði enn eftir því að fá fyllri mynd af niðurstöðum Mueller. Eina sem vitað er um niðurstöðurnar er að dómsmálaráðherrann segir að „ekki hafi verið sýnt fram á“ samráð á milli framboðsins og Rússa. Þá hafi sérstaki rannsakandinn sérstaklega tekið fram að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar þó að hann legði ekki til að hann yrði ákærður. Í könnunum segja 40% ekki telja skýrsluna hreinsa Trump af sök og 31% er ekki visst. Full 80% svarenda í könnunum vilja að skýrslan verði birt opinberlega í heild sinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Vinsældir Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa lítið breyst þrátt fyrir að Rússarannsókninni sem hefur plagað forsetatíð hans hafi lokið í síðasta mánuði. Forsetinn og bandamenn hans fullyrða að skýrsla sérstaka rannsakandans hafi hreinsað hann af allri sök en það virðist lítil áhrif hafa haft á afstöðu kjósenda til hans. Rúm vika er nú liðin frá því að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti Bandaríkjaþingi að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá, væri lokið. Í bréfi til þingsins lýsti Barr því sem hann sagði meginniðurstöður Mueller: að ekki hafi verið sýnt fram á að framboð Trump hafi átt í vitorði við Rússa. Trump og repúblikanar hafa stokkið á samantekt Barr og sagt hana sýna að skýrslan hreinsi forsetann af öllum ásökunum. Skýrslan hefur þó enn ekki verið birt opinberlega og er ekki búist við að það gerist fyrr en síðar í þessum mánuði. Hlutfall þeirra sem voru ánægðir með störf Trump var 42% í byrjun mars samkvæmt meðaltali vefsíðunnar Five Thirty Eight. Óánægðir voru 53,3%. Í byrjun þessa mánaðar voru 41,1% ánægð með forsetann en 52,8% óánægð.Flokkadrættir og óvissa um niðurstöðurnar Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, segir að þó að taka verði þessum tölum með nokkrum fyrirvara þar sem áhrif atburða taki stundum tíma að koma fram í skoðanakönnunum sé engar vísbendingar um að lok Rússarannsóknarinnar hafi markað straumhvörf í afstöðu Bandaríkjamanna til forsetans. Þó nokkrar kannanir hafi verið gerðar eftir að rannsókninni lauk. Sumar þeirra hafi bent til lítilsháttar bætingar fyrir Trump en aðrar hafi sýnt hann tapa fylgi. Þá niðurstöðu segir hann ekki endilega koma á óvart. Flokksdrættir séu miklir í bandarískum stjórnmálum og vinsældir Trump hafi því haldist innan fremur þröngs ramma alla forsetatíð hans. Meiriháttar fréttir af honum hrófli yfirleitt lítið við vinsældum hans í könnunum. Einnig séu vísbendingar um að kjósendur bíði enn eftir því að fá fyllri mynd af niðurstöðum Mueller. Eina sem vitað er um niðurstöðurnar er að dómsmálaráðherrann segir að „ekki hafi verið sýnt fram á“ samráð á milli framboðsins og Rússa. Þá hafi sérstaki rannsakandinn sérstaklega tekið fram að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar þó að hann legði ekki til að hann yrði ákærður. Í könnunum segja 40% ekki telja skýrsluna hreinsa Trump af sök og 31% er ekki visst. Full 80% svarenda í könnunum vilja að skýrslan verði birt opinberlega í heild sinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55
Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04
Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15