Erlent

Heima­próf fyrir kórónu­veirunni sam­þykkt í Banda­ríkjunum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Heimaprófin verða til að byrja með aðeins aðgengileg heilbrigðisstarfsfólki og öðru framlínufólki.
Heimaprófin verða til að byrja með aðeins aðgengileg heilbrigðisstarfsfólki og öðru framlínufólki. EPA/PIETER STAM DE JONG

Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur samþykkt heimapróf fyrir kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Stephen Hahn, formaður stofnunarinnar, greindi frá þessu á upplýsingafundi um veiruna í Hvíta húsinu í gær.

Almenningur mun geta keypt prófin og tekið sýni heima hjá sér, sem er gert með því að stinga svo til gerðum pinna upp í nefið. Þá verður hægt að póstleggja sýnið í sérstökum innsigluðum pakkningum og senda til rannsóknarstofu fyrirtækisins LabCorp sem mun greina sýnið.

Hvert próf mun kosta átján þúsund íslenskra króna. Þau verða fyrst um sinn aðeins seld heilbrigðisstarfsfólki og öðrum framlínustarfsmönnum. Seð er fram á að prófin verði komin á almennan markað á næstu vikum.

Nú hafa yfir 51 þúsund látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum og 890 þúsund hafa greinst með veiruna í landinu en talið er að tilfellin séu töluvert fleiri. Verst er ástandið í New York ríki, þar sem 21 þúsund manns hafa látist af völdum veirunnar.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×