Enski boltinn

Mikið orðaður við Ítalíu en þráir ekkert heitar en að þjálfa Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sarri á æfingu í dag.
Sarri á æfingu í dag. vísir/getty
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, segist ekki vera á leið til Ítalíu á næstu leiktíð og vill áfram vera við stjórnvölinn hjá Chelsea.

Sarri hefur verið þrálátlega orðaður við brottför frá Chelsea eftir einungis tímabil en hann hefur mikið verið orðaður við Roma á Ítalíu.

„Eins og ég hef sagt á hverjum einasta blaðamannafundi þá vil ég vera hérna áfram,“ sagði Sarri fyrir síðari leikinn gegn Frankfurt í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

„Mér líkar vel við enska fótboltann og andrúmsloftið á leikvöngunum. Svo ef ég get, vil ég vera hérna áfram. Mitt markmið er að vera áfram í enska fótboltanum.“

Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Frankfurt í fyrri leik liðanna í Þýskalandi en flautað verður til leiks á Stamford Bridge klukkan 19.00 í kvöld. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×