Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 0-0 Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Hásteinsvelli skrifar 10. maí 2012 12:59 Mynd/daníel Fyrsta leik dagsins í Pepsi-deild karla lauk með þurru og markalausu jafntefli ÍBV og Breiðabliks í Vestmannaeyjum. Einkenndist leikurinn fyrst og fremst af miðjuþófi sem bar lítinn árangur. Bæði lið spiluðu þó betur en í fyrstu umferðinni en í þetta sinn vantaði einfaldlega upp á allan slagkraft í sóknarleik liðanna tveggja. Þrátt fyrir allt byrjaði leikurinn nokkuð fjörlega og eftir um stundarfjórðung sóttu komu nokkrar sóknir í röð hjá báðum liðum sem tókst þó ekki að nýta. Christian Olsen fékk besta færið þegar hann slapp einn gegn Sigmari Inga markverði sem varði þó vel frá honum. En eftir það róaðist leikurinn talsvert. Blikar komu skikki á varnarleikinn sinn og hélt vörn gestanna nokkuð vel allt fram á lokamínútur leiksins. Sóknarmaðurinn Petar Rnkovic fékk svo gullið tækifæri til að koma Blikum yfir í upphafi seinni hálfleiks eftir mistök í vörn ÍBV en fór illa að ráði sínu þegar hann skaut framhjá úr nánast opnu færi. Þegar leikurinn var svo við það að fjara út tóku leikmenn skyndilega við sér og bæði lið fengu færi til að skora sigurmarkið. En allt kom fyrir ekki. Jafntefli var sanngjörn niðurstaða en bæði lið eru sjálfsagt ósátt við að hafa ekki gert betur í þessum leik. Færin komu, þó svo að þau hafi ekki verið mjög mörg, og mark hefði breytt miklu um gang leiksins. Blikar mega vera sáttir við að varnarlína liðsins var þétt og Sigmar Ingi var vel á tánum í markinu. Hann hefur svarað kalli þjálfarans vel og byrjar leiktíðina sem markvörður númer eitt af miklum krafti. En sem liggur aðalhöfuðverkur liðsins í sóknarleiknum og virtust þeir grænu einfaldlega aldrei líklegir til að skora í leiknum. Eyjamönnum gekk betur að byggja upp sitt spil og náðu á köflum að skapa efnilegar sóknir sem hefðu með réttu átt að nýtast þeim betur. Þjálfari Eyjamanna sendi þrjá framherja inn á af bekknum í seinni hálfleik en það breytti engu. Fín vörn Blika átti yfirleitt svar.Magnús: Umræða um agabann hafði ekki áhrif „Við viljum auðvitað vinna alla leiki á heimavelli,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, þegar Vísir innti eftir viðbrögðum hans eftir leikinn. „En ég er samt þokkalega sáttur við spilamennskuna. Mér fannst við stjórna leiknum og skapa okkur færi sem okkur tókst þó ekki að nýta.“ „Við opnuðum þó líka okkur þegar við tókum sénsinn og hentum öllu fram en þetta var niðurstaðan. Mark hefði breytt miklu í þessum leik - leikmenn hefðu róast og allt hefði gengið betur.“ Magnús setti svo þrjá framherja inn á völlinn af bekknum í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. „Við reyndum allt sem við gátum en það tekst ekki alltaf. Þegar við förum að skora þá kemur þetta - ég hef ekki áhyggjur af öðru.“ Umræða um agabann leikmanna var hávær eftir fyrsta leikinn en Magnús vildi eftir tap sinna manna gegn Selfossi ekki játa því að þeir Eyþór Helgi Birgisson og Aaron Spear hafi verið í agabanni. Þeir komu báðir inn á sem varamenn í kvöld. „Þessi umræða hafði ekki áhrif á liðið. Við höfum æft á fullu í vikunni. Þeir höfðu svo ekki meiri orku en að spila í korter í kvöld, eins og sást.“Ólafur: Hef trú á því að mínir menn geti skorað Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að sínum mönnum hefði gengið betur að spila boltanum í seinni hálfleik. „Mér fannst bæði lið eiga erfitt með að spila boltanum eftir þurru grasinu, sérstaklega hjá okkur í fyrri hálfleik. Ég var ekki ánægður með það og mér fannst það ganga betur í seinni hálfleik.“ Blikar hafa nú ekkert skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum en Ólafur ætlar ekki að missa svefn vegna þess. „Það komu færi í þessum leik og það var það sem vantaði í síðasta leik. Við sköpuðum færi og nú er næsta skref að nýta þau.“ Hann segir að umræða um markaleysi liðsins hefði mögulega haft áhrif á leikmenn. „Þegar menn heyra að þeir geti ekki skorað þá hlýtur það að setjast á þá. En við erum bara búnir að spila tvo leiki og menn verða bara að ýta svona hugsunum frá sér. Ég hef fulla trú á því að mínir menn geti skorað. En þer þurfa að hafa trúna líka.“ Vörnin var öflug hjá Blikum í kvöld, sem og Sigmar Ingi í markinu. „Já, ég var ánægður með Sigmar og fannst varnarlínan okkar ágæt. Við höfum fengið eitt mark á okkur í þessum fyrstu tveimur leikjum sem er ásættanlegt.“Ian Jeffs: Vantaði kraft í síðasta þriðjunginn Ian Jeffs segir það vonbrigði fyrir Eyjamenn að hafa aðeins fengið eitt stig úr fyrstu tveimur leikjunum. „Þegar ég sá hvaða lið við myndum mæta í fyrstu tveimur umferðunum sá ég möguleika á því að vinna báða leikina. En það tókst ekki. Okkur gekk ágætlega að spila boltanum en svo vantaði kraft á síðasta þriðjungnum til að klára sóknirnar. Það þurfum við að laga.“ „Við viljum auðvitað vinna alla leiki. Því miður hefur það ekki tekist enn en nú dugir ekkert annað en að peppa okkur upp fyrir næsta leik. Hann er gegn KR og við ætlum okkur þrjú stig.“Guðmundur: Mættum brjálaðir til leiks „Við mættum brjálaðir til leiks eftir síðasta leik. Við ætluðum að gera betur og vinna okkar fyrsta leik á heimavelli,“ sagði Guðmundur Þórarinsson, leikmaður ÍBV. Eyjamenn töpuðu fyrir Selfossi í fyrstu umferðinni og voru ekki sáttir við frammistöðuna þá. „Heilt yfir fannst mér við vera betri aðilinn. En þrátt fyrir að við séum svekktir núna þá erum við ekki af baki dottnir og við ætlum að gera betur í næsta leik.“ Guðmundur spilaði sem varnartengiliður og líkaði það vel. „Ég hef gert það í vetur og það hefur verið að ganga betur en þegar ég var á kantinum. Nú þarf bara að fá stoðsendingar og mörk og þá er þetta komið.“ „Það eru nefnilega mörkin sem skipta öllu máli í þessu, þó svo að frammistaðan í kvöld hafi vissulega verið bæting frá síðasta leik. Um leið og mörkin detta inn þá hef ég trú á því að við getum verið stórhættulegir.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Fyrsta leik dagsins í Pepsi-deild karla lauk með þurru og markalausu jafntefli ÍBV og Breiðabliks í Vestmannaeyjum. Einkenndist leikurinn fyrst og fremst af miðjuþófi sem bar lítinn árangur. Bæði lið spiluðu þó betur en í fyrstu umferðinni en í þetta sinn vantaði einfaldlega upp á allan slagkraft í sóknarleik liðanna tveggja. Þrátt fyrir allt byrjaði leikurinn nokkuð fjörlega og eftir um stundarfjórðung sóttu komu nokkrar sóknir í röð hjá báðum liðum sem tókst þó ekki að nýta. Christian Olsen fékk besta færið þegar hann slapp einn gegn Sigmari Inga markverði sem varði þó vel frá honum. En eftir það róaðist leikurinn talsvert. Blikar komu skikki á varnarleikinn sinn og hélt vörn gestanna nokkuð vel allt fram á lokamínútur leiksins. Sóknarmaðurinn Petar Rnkovic fékk svo gullið tækifæri til að koma Blikum yfir í upphafi seinni hálfleiks eftir mistök í vörn ÍBV en fór illa að ráði sínu þegar hann skaut framhjá úr nánast opnu færi. Þegar leikurinn var svo við það að fjara út tóku leikmenn skyndilega við sér og bæði lið fengu færi til að skora sigurmarkið. En allt kom fyrir ekki. Jafntefli var sanngjörn niðurstaða en bæði lið eru sjálfsagt ósátt við að hafa ekki gert betur í þessum leik. Færin komu, þó svo að þau hafi ekki verið mjög mörg, og mark hefði breytt miklu um gang leiksins. Blikar mega vera sáttir við að varnarlína liðsins var þétt og Sigmar Ingi var vel á tánum í markinu. Hann hefur svarað kalli þjálfarans vel og byrjar leiktíðina sem markvörður númer eitt af miklum krafti. En sem liggur aðalhöfuðverkur liðsins í sóknarleiknum og virtust þeir grænu einfaldlega aldrei líklegir til að skora í leiknum. Eyjamönnum gekk betur að byggja upp sitt spil og náðu á köflum að skapa efnilegar sóknir sem hefðu með réttu átt að nýtast þeim betur. Þjálfari Eyjamanna sendi þrjá framherja inn á af bekknum í seinni hálfleik en það breytti engu. Fín vörn Blika átti yfirleitt svar.Magnús: Umræða um agabann hafði ekki áhrif „Við viljum auðvitað vinna alla leiki á heimavelli,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, þegar Vísir innti eftir viðbrögðum hans eftir leikinn. „En ég er samt þokkalega sáttur við spilamennskuna. Mér fannst við stjórna leiknum og skapa okkur færi sem okkur tókst þó ekki að nýta.“ „Við opnuðum þó líka okkur þegar við tókum sénsinn og hentum öllu fram en þetta var niðurstaðan. Mark hefði breytt miklu í þessum leik - leikmenn hefðu róast og allt hefði gengið betur.“ Magnús setti svo þrjá framherja inn á völlinn af bekknum í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. „Við reyndum allt sem við gátum en það tekst ekki alltaf. Þegar við förum að skora þá kemur þetta - ég hef ekki áhyggjur af öðru.“ Umræða um agabann leikmanna var hávær eftir fyrsta leikinn en Magnús vildi eftir tap sinna manna gegn Selfossi ekki játa því að þeir Eyþór Helgi Birgisson og Aaron Spear hafi verið í agabanni. Þeir komu báðir inn á sem varamenn í kvöld. „Þessi umræða hafði ekki áhrif á liðið. Við höfum æft á fullu í vikunni. Þeir höfðu svo ekki meiri orku en að spila í korter í kvöld, eins og sást.“Ólafur: Hef trú á því að mínir menn geti skorað Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að sínum mönnum hefði gengið betur að spila boltanum í seinni hálfleik. „Mér fannst bæði lið eiga erfitt með að spila boltanum eftir þurru grasinu, sérstaklega hjá okkur í fyrri hálfleik. Ég var ekki ánægður með það og mér fannst það ganga betur í seinni hálfleik.“ Blikar hafa nú ekkert skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum en Ólafur ætlar ekki að missa svefn vegna þess. „Það komu færi í þessum leik og það var það sem vantaði í síðasta leik. Við sköpuðum færi og nú er næsta skref að nýta þau.“ Hann segir að umræða um markaleysi liðsins hefði mögulega haft áhrif á leikmenn. „Þegar menn heyra að þeir geti ekki skorað þá hlýtur það að setjast á þá. En við erum bara búnir að spila tvo leiki og menn verða bara að ýta svona hugsunum frá sér. Ég hef fulla trú á því að mínir menn geti skorað. En þer þurfa að hafa trúna líka.“ Vörnin var öflug hjá Blikum í kvöld, sem og Sigmar Ingi í markinu. „Já, ég var ánægður með Sigmar og fannst varnarlínan okkar ágæt. Við höfum fengið eitt mark á okkur í þessum fyrstu tveimur leikjum sem er ásættanlegt.“Ian Jeffs: Vantaði kraft í síðasta þriðjunginn Ian Jeffs segir það vonbrigði fyrir Eyjamenn að hafa aðeins fengið eitt stig úr fyrstu tveimur leikjunum. „Þegar ég sá hvaða lið við myndum mæta í fyrstu tveimur umferðunum sá ég möguleika á því að vinna báða leikina. En það tókst ekki. Okkur gekk ágætlega að spila boltanum en svo vantaði kraft á síðasta þriðjungnum til að klára sóknirnar. Það þurfum við að laga.“ „Við viljum auðvitað vinna alla leiki. Því miður hefur það ekki tekist enn en nú dugir ekkert annað en að peppa okkur upp fyrir næsta leik. Hann er gegn KR og við ætlum okkur þrjú stig.“Guðmundur: Mættum brjálaðir til leiks „Við mættum brjálaðir til leiks eftir síðasta leik. Við ætluðum að gera betur og vinna okkar fyrsta leik á heimavelli,“ sagði Guðmundur Þórarinsson, leikmaður ÍBV. Eyjamenn töpuðu fyrir Selfossi í fyrstu umferðinni og voru ekki sáttir við frammistöðuna þá. „Heilt yfir fannst mér við vera betri aðilinn. En þrátt fyrir að við séum svekktir núna þá erum við ekki af baki dottnir og við ætlum að gera betur í næsta leik.“ Guðmundur spilaði sem varnartengiliður og líkaði það vel. „Ég hef gert það í vetur og það hefur verið að ganga betur en þegar ég var á kantinum. Nú þarf bara að fá stoðsendingar og mörk og þá er þetta komið.“ „Það eru nefnilega mörkin sem skipta öllu máli í þessu, þó svo að frammistaðan í kvöld hafi vissulega verið bæting frá síðasta leik. Um leið og mörkin detta inn þá hef ég trú á því að við getum verið stórhættulegir.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Handbolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira