Erlent

Heimsfrægur hönnuður fannst látinn á heimili sínu

Birgir Olgeirsson skrifar
Kate Valentine, betur þekkt sem Kate Spade.
Kate Valentine, betur þekkt sem Kate Spade. Vísir/Getty
Hönnuðurinn Kate Valentine er látin 55 ára að aldri. Þetta kemur fram í fjölmiðlum vestanhafs þar kemur fram að lögreglumenn hafi komið að henni látinni á heimili hennar í Park Avenue í New York fyrr í dag. Variety segir lögreglumenn gruna að hún hafi fyrirfarið sér.

Kate var þekkt fyrir að hafa stofnað tískumerkið Kate Spade New York árið en hún seldi síðasta hluti sína í fyrirtækinu árið 2006. 

Hún ásamt öðrum stofnuðu nýtt tískumerki árið 2016 undir nafninu Frances Valentine.

Árið 1993 stofnaði hún ásamt Andy Spade fyrirtækið Kate Spade handbags. Líkt og nafnið gefur til kynna hannaði og seldi fyrirtækið kvenveski en það færði sig út í hönnun á fatnaði, skartgripum og skóm, svo dæmi séu tekin. 

Kate fæddist á aðfangadag árið 1962. Foreldrar hennar skírðu hana Katherine Noel Brosnahan. Lengi vel bar hún nafn ættarnafn eiginmanns síns Andy Spade, bróður gamanleikarans David Spade, en hún breytti eftirnafni sínu í Valentine árið 2016 þegar hún stofnaði fyrirtækið Frances Valentine
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.