Erlent

Fyrstu sýkingarnar líklega komið upp í janúar

Sylvía Hall skrifar
Ástandið hefur verið slæmt á Ítalíu frá því að kórónuveirufaraldurinn kom upp.
Ástandið hefur verið slæmt á Ítalíu frá því að kórónuveirufaraldurinn kom upp. Vísir/Getty

Niðurstöður rannsóknar sem kynnt var í dag benda til þess að fyrstu tilfelli af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 á Ítalíu hafi komið upp í janúar. Ítalía hefur komið einna verst allra þjóða út úr faraldrinum, en tæplega 26 þúsund hafa látist. Reuters greinir frá. 

Fyrsta smitið var staðfest á Ítalíu þann 21. febrúar í bænum Codogno í Langbarðalandi. Í kjölfarið fóru fleiri tilfelli að koma upp, dauðsföll fóru að aukast og lék grunur á að veiran hefði smitast á milli manna í töluverðan tíma í landinu áður en fyrsta smitið var staðfest.

Á blaðamannafundi í dag kom jafnframt fram að fyrstu tilfellin hefðu verið skoðuð og út frá því var dregin sú ályktun að mikill fjöldi fólks hefði verið smitaður áður en fyrsta smitið var staðfest. Það væri það eina sem myndi útskýra hraða aukningu í staðfestum smitum í landinu.

Faraldurinn hafi þannig hafist í janúar, mögulega fyrr. Þá væri líklegast að hópur fólks hefði komið með smit til landsins frekar en að einn einstaklingur hafi borið með sér smit sem hefði svo smitast í aðra.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×