Valur og Víkingur fá greitt fyrr en áætlað var Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 17:00 Birkir Már og Kári Árnason í baráttunni gegn Angel Di Maria, leikmanni Argentínu, á HM í Rússlandi 2018. EPA-EFE/PETER POWELL Knattspyrnufélögin Valur og Víkingur fá greiðslur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrr heldur en áætlað var. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá sambandinu í dag en mikið af ákvörðunum hafa verið tilkynnar það sem af er degi. UEFA greiðir venjulega þeim félagsliðum sem eiga landsliðsmenn í undankeppnum og lokamótum sambandsins. Ákveðið hefur verið að greiða liðum vegna þátttöku leikmanna þeirra með landsliðum í undankeppni EM karla fyrr heldur en áætlað var vegna óvissuástandsins í knattspyrnuheiminum sökum kórónufaraldursins. Alls fá 676 félög frá öllum 55 aðildarþjóðum UEFA greitt, þar á meðal Valur og Víkingur. The #UEFAExCo today decided to release immediately the club benefit payments related to the clubs contribution to UEFA national team competitions.676 clubs from all 55 member associations will benefit from 70m in payments.Full statement: — UEFA (@UEFA) April 23, 2020 Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson lék átta leiki í undankeppni EM eftir að hann gekk til liðs við Val frá Quarabag í Aserbaídsjan. Þá lék hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson, einnig í Val, tvo fyrstu leiki Íslands í undankeppninni ásamt því að vera í landsliðshópi Erik Hamrén og Freys Alexanderssonar í tvö skipti til viðbótar. Þá lék varnartröllið Kári Árnason sex leiki með landsliðinu eftir að hann gekk í raðir Víkinga frá Genclerbirligi í Tyrklandi síðasta vor. Hann var einnig í hópnum í tveimur leikjum til viðbótar án þess þó að spila. Alls mun UEFA deila út næstum 68 milljónum evra eða 10,7 milljörðum íslenskra króna. Eftir að umspili um laust sæti á EM lýkur, þar sem Ísland og Rúmenía mætast, verður 2,7 milljónum evra eða 426 milljónum íslenskra króna til viðbótar skipt á milli þeirra félaga sem eiga leikmenn í umspilinu. Fótbolti UEFA Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að EM kvenna fari fram 2022 Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú staðfest að EM kvenna muni fara fram frá 6. til 21. júlí sumarið 2022. Þetta segir í yfirlýsingu frá UEFA. 23. apríl 2020 15:45 Vill að lið vinni sér inn þátttökurétt | EM 2020 heldur nafninu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun EM 2020 halda nafni sínu þó svo að mótið fari fram 2021. 23. apríl 2020 15:15 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Knattspyrnufélögin Valur og Víkingur fá greiðslur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrr heldur en áætlað var. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá sambandinu í dag en mikið af ákvörðunum hafa verið tilkynnar það sem af er degi. UEFA greiðir venjulega þeim félagsliðum sem eiga landsliðsmenn í undankeppnum og lokamótum sambandsins. Ákveðið hefur verið að greiða liðum vegna þátttöku leikmanna þeirra með landsliðum í undankeppni EM karla fyrr heldur en áætlað var vegna óvissuástandsins í knattspyrnuheiminum sökum kórónufaraldursins. Alls fá 676 félög frá öllum 55 aðildarþjóðum UEFA greitt, þar á meðal Valur og Víkingur. The #UEFAExCo today decided to release immediately the club benefit payments related to the clubs contribution to UEFA national team competitions.676 clubs from all 55 member associations will benefit from 70m in payments.Full statement: — UEFA (@UEFA) April 23, 2020 Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson lék átta leiki í undankeppni EM eftir að hann gekk til liðs við Val frá Quarabag í Aserbaídsjan. Þá lék hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson, einnig í Val, tvo fyrstu leiki Íslands í undankeppninni ásamt því að vera í landsliðshópi Erik Hamrén og Freys Alexanderssonar í tvö skipti til viðbótar. Þá lék varnartröllið Kári Árnason sex leiki með landsliðinu eftir að hann gekk í raðir Víkinga frá Genclerbirligi í Tyrklandi síðasta vor. Hann var einnig í hópnum í tveimur leikjum til viðbótar án þess þó að spila. Alls mun UEFA deila út næstum 68 milljónum evra eða 10,7 milljörðum íslenskra króna. Eftir að umspili um laust sæti á EM lýkur, þar sem Ísland og Rúmenía mætast, verður 2,7 milljónum evra eða 426 milljónum íslenskra króna til viðbótar skipt á milli þeirra félaga sem eiga leikmenn í umspilinu.
Fótbolti UEFA Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að EM kvenna fari fram 2022 Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú staðfest að EM kvenna muni fara fram frá 6. til 21. júlí sumarið 2022. Þetta segir í yfirlýsingu frá UEFA. 23. apríl 2020 15:45 Vill að lið vinni sér inn þátttökurétt | EM 2020 heldur nafninu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun EM 2020 halda nafni sínu þó svo að mótið fari fram 2021. 23. apríl 2020 15:15 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að EM kvenna fari fram 2022 Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú staðfest að EM kvenna muni fara fram frá 6. til 21. júlí sumarið 2022. Þetta segir í yfirlýsingu frá UEFA. 23. apríl 2020 15:45
Vill að lið vinni sér inn þátttökurétt | EM 2020 heldur nafninu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun EM 2020 halda nafni sínu þó svo að mótið fari fram 2021. 23. apríl 2020 15:15