Vill að lið vinni sér inn þátttökurétt | EM 2020 heldur nafninu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 15:15 Knattspyrnusamband Evrópu vill helst að deildarkeppnir álfunnar verði leiknar til enda. Vísir/UEFA Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun Evrópumótið sem átti að fara fram í sumar en hefur verið frestað til 2021 samt sem áður vera kallað EM 2020. Þetta kom fram í tilkynningu frá sambandinu fyrr í dag. Following the postponement of @EURO2020 to the summer of 2021, the #UEFAExCo has decided that the tournament will still be known as UEFA EURO 2020. Full story: — UEFA (@UEFA) April 23, 2020 Á fjarfundi þar sem aðilar allra 55 aðildarsambanda UEFA voru viðstaddir ku spænska knattspyrnusambandið hafa stungið upp á því að sæti í Evrópukeppnum yrði útdeilt miðða við gengi síðustu fimm ára. Hefði það þýtt að Atletico Madrid myndi til að mynda græða á kostnað Real Sociadad og það sama á við um Manchester United og Leicester City. Bæði Atl. Madrid og Man Utd færu þá í Meistaradeild Evrópu á kostnað hinna vegna gengis undafarinna fimm tímabila. Sú hugmynd var skotin niður og ákveðið að frammistaða liðanna á síðustu leiktíð myndi skera úr um hvaða lið kæmust í Evrópukeppni. „Ef aðstæður vegna kórónufaraldursins leyfa þá á að spila þær deildarkeppnir sem frestað hefur verið til enda. Þannig geta félög unnið sér inn keppnisrétt í Evrópukeppnum í sinni upprunalegu mynd, inn á knattspyrnuvellinum sjálfum,“ segir í yfirlýsingu UEFA. „Ef það er ekki mögulegt af einni ástæðu eða annarri þá er ætlast til að keppnir álfunnar hefjist á breyttan hátt. Þannig að hægt sé að gera félögum kleift að vinna sér inn keppnisrétt með leik á vellinum.“ Sambandið tilgreinir ekki nákvæmlega hvernig leikirnir ættu að vera en eflaust er um hraðmót að ræða þar sem leikið er fyrir luktum dyrum og mótið klárað á sem stystum tíma. Þá áskilur UEFA sér réttinn til að neita félögum um þátttöku í Evrópukeppnum sínum ef ljóst er að hann var veittur á ósanngjarnan hátt. UEFA virðist ekki ætla að setja nein viðmið með hvað gerist fyrir þau lið sem eru í fallsæti verði deildarkeppnri ekki kláraðar. Það er undir hverju aðildarsambandi fyrir sig að ákveða. Að lokum kemur fram að Evrópumótið sem fram átti að fara í sumar en mun nú fara fram næsta sumar muni samt sem áður vera kallað EM 2020. Sú ákvörðun byggir á því að UEFA vill halda í áætlun sína með að geta fagnað 60 ára afmæli mótsins en mótið hefur nú verið haldið á fjögurra ára fresti frá árinu 1960. Þá þarf sambandið ekki að henda neinum varning sem framleiddur hefur verið fyrir mótið þar sem hann er allur merktur með ártalinu 2020. Með því er UEFA að reyna sýna gott fordæmi. Fótbolti UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun Evrópumótið sem átti að fara fram í sumar en hefur verið frestað til 2021 samt sem áður vera kallað EM 2020. Þetta kom fram í tilkynningu frá sambandinu fyrr í dag. Following the postponement of @EURO2020 to the summer of 2021, the #UEFAExCo has decided that the tournament will still be known as UEFA EURO 2020. Full story: — UEFA (@UEFA) April 23, 2020 Á fjarfundi þar sem aðilar allra 55 aðildarsambanda UEFA voru viðstaddir ku spænska knattspyrnusambandið hafa stungið upp á því að sæti í Evrópukeppnum yrði útdeilt miðða við gengi síðustu fimm ára. Hefði það þýtt að Atletico Madrid myndi til að mynda græða á kostnað Real Sociadad og það sama á við um Manchester United og Leicester City. Bæði Atl. Madrid og Man Utd færu þá í Meistaradeild Evrópu á kostnað hinna vegna gengis undafarinna fimm tímabila. Sú hugmynd var skotin niður og ákveðið að frammistaða liðanna á síðustu leiktíð myndi skera úr um hvaða lið kæmust í Evrópukeppni. „Ef aðstæður vegna kórónufaraldursins leyfa þá á að spila þær deildarkeppnir sem frestað hefur verið til enda. Þannig geta félög unnið sér inn keppnisrétt í Evrópukeppnum í sinni upprunalegu mynd, inn á knattspyrnuvellinum sjálfum,“ segir í yfirlýsingu UEFA. „Ef það er ekki mögulegt af einni ástæðu eða annarri þá er ætlast til að keppnir álfunnar hefjist á breyttan hátt. Þannig að hægt sé að gera félögum kleift að vinna sér inn keppnisrétt með leik á vellinum.“ Sambandið tilgreinir ekki nákvæmlega hvernig leikirnir ættu að vera en eflaust er um hraðmót að ræða þar sem leikið er fyrir luktum dyrum og mótið klárað á sem stystum tíma. Þá áskilur UEFA sér réttinn til að neita félögum um þátttöku í Evrópukeppnum sínum ef ljóst er að hann var veittur á ósanngjarnan hátt. UEFA virðist ekki ætla að setja nein viðmið með hvað gerist fyrir þau lið sem eru í fallsæti verði deildarkeppnri ekki kláraðar. Það er undir hverju aðildarsambandi fyrir sig að ákveða. Að lokum kemur fram að Evrópumótið sem fram átti að fara í sumar en mun nú fara fram næsta sumar muni samt sem áður vera kallað EM 2020. Sú ákvörðun byggir á því að UEFA vill halda í áætlun sína með að geta fagnað 60 ára afmæli mótsins en mótið hefur nú verið haldið á fjögurra ára fresti frá árinu 1960. Þá þarf sambandið ekki að henda neinum varning sem framleiddur hefur verið fyrir mótið þar sem hann er allur merktur með ártalinu 2020. Með því er UEFA að reyna sýna gott fordæmi.
Fótbolti UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti