Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að EM kvenna fari fram 2022 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 15:45 Íslenska landsliðið stefnir á að vera meðal þeirra þjóða sem taka þátt í EM í Englandi. Vísir/Bára Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú staðfest að EM kvenna muni fara fram frá 6. til 21. júlí sumarið 2022. Þetta segir í yfirlýsingu frá UEFA. Upprunalega átti mótið að fara fram sumarið 2021 en vegna þess að EM karla sem og Ólympíuleikarnir í Tókýó, sem fara áttu fram í sumar, var frestað um ár var ákveðið að færa EM kvenna um eitt ár. Forseti UEFA, Aleksander Ceferin, segir að með því fái keppnin þá athygli sem hún á skilið. Með færslunni verður EM eina stórmótið í knattspyrnu það sumarið og fær því að njóta sín töluvert betur segir Ceferin einnig. Þá höfðu Bretland, Svíþjóð og Holland tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum og því hefði verið erfitt að halda EM í kjölfarið, hvað þá á sama tíma. Nadine Kessler, yfirmaður kvennaknattspyrnu hjá UEFA, tekur í sama streng. „Þessi ákvörðun setur okkur í stöðu þar sem við getum tryggt að mótið fái heimsathygli, þannig náum við að auka fjölmiðla umfjöllun, áhorfendafjölda og tryggja að veitt ungum iðkendum innblástur.“ Mótið fer fram í Englandi og fer fyrsti leikur mótsins fram á Old Trafford, heimavelli Manchester United. Þá mun úrslitaleikurinn fara fram á Wembley. Ísland var með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í undankeppni EM með markatöluna 11:1. Næsti leikur liðsins er gegn Svíþjóð á heimavelli en Svíar eru í efsta sæti riðilsins með betri markatölu en íslenska liðið. Fótbolti EM 2021 í Englandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) UEFA Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú staðfest að EM kvenna muni fara fram frá 6. til 21. júlí sumarið 2022. Þetta segir í yfirlýsingu frá UEFA. Upprunalega átti mótið að fara fram sumarið 2021 en vegna þess að EM karla sem og Ólympíuleikarnir í Tókýó, sem fara áttu fram í sumar, var frestað um ár var ákveðið að færa EM kvenna um eitt ár. Forseti UEFA, Aleksander Ceferin, segir að með því fái keppnin þá athygli sem hún á skilið. Með færslunni verður EM eina stórmótið í knattspyrnu það sumarið og fær því að njóta sín töluvert betur segir Ceferin einnig. Þá höfðu Bretland, Svíþjóð og Holland tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum og því hefði verið erfitt að halda EM í kjölfarið, hvað þá á sama tíma. Nadine Kessler, yfirmaður kvennaknattspyrnu hjá UEFA, tekur í sama streng. „Þessi ákvörðun setur okkur í stöðu þar sem við getum tryggt að mótið fái heimsathygli, þannig náum við að auka fjölmiðla umfjöllun, áhorfendafjölda og tryggja að veitt ungum iðkendum innblástur.“ Mótið fer fram í Englandi og fer fyrsti leikur mótsins fram á Old Trafford, heimavelli Manchester United. Þá mun úrslitaleikurinn fara fram á Wembley. Ísland var með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í undankeppni EM með markatöluna 11:1. Næsti leikur liðsins er gegn Svíþjóð á heimavelli en Svíar eru í efsta sæti riðilsins með betri markatölu en íslenska liðið.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) UEFA Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira