Enski boltinn

Benitez hafði litla trú á Finnan í fyrstu

Steve Finnan hefur hér betur í baráttu gegn Eiði Smára Guðjohnsen.
Steve Finnan hefur hér betur í baráttu gegn Eiði Smára Guðjohnsen. MYND/Getty

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur viðurkennt að hann hafði stórar efasemdir um að írski bakvörðurinn Steve Finnan væri nægilega góður fyrir Liverpool þegar hann tók við liðinu fyrir tæpum þremur árum. Benitez segir Finnan hafa sýnt gríðarlegar framfarir síðan þá og telur hann nú lykilmann í sínu liði.

“Finnan er góður leikmaður sem skilur leikinn mjög vel. Hann er mjög jákvæður og gefur góðar sendingar fyrir markið, eins og sást gegn PSV,” segir Benitez og á þar við leikinn í Meistaradeildinni í síðustu viku þar sem Finnan lagði upp tvö marka Liverpool.

“Nú er Alvaro Arbeloa kominn til liðsins til að setja aukna pressu á Finnan. Ég held að hann muni hafa mjög gott af aukinni samkeppni og hún á aðeins eftir að gera hann að betri leikmanni.”

“Fyrst þegar ég kom til Liverpool vissi ég ekki mikið um Finnan. Ég hafði fengið umsagnir um hann og veit að tímabilið áður en ég kom hafði hann ekki verið að spila vel. Hann hefur hins vegar vaxið mikið og spila mjög vel á síðustu þremur árum. Gerard Houllier sagði mér að hann væri góður leikmaður og að ég ætti að gefa honum tækifæri, þótt það fari venjulega lítið fyrir honum,” segir Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×