Erlent

Loftárásir gerðar á Gasasvæðinu

MYND/AP

Ísraelsmenn gerðu í morgun loftárásir á byggingar nærri Jabaliya flóttamannabúðunum á Gasasvæðinu. Tuttugu og tveggja ára karlmaður lét lífið. Maðurinn tilheyrði herskáum samtökum en Ísraelar telja að Palestínumenn hafi skotið flugskeytum á Ísrael frá svæðinu. Vopnahlé hefur verið í gildi milli Ísraela og palestínskra hermanna á Gasasvæðinu frá því í nóvember á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×