Skoskur ráðherra segir af sér vegna samskipta við unglingsdreng Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2020 10:15 Derek Mackay var talinn rísandi vonarstjarna innan Skoska þjóðarflokksins. Vísir/Getty Fjármálaráðherra skosku heimastjórnarinnar sagði af sér aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann ætlaði að leggja fram fjárlög eftir að upp komst um skilaboð sem hann sendi sextán ára gömlum dreng á samfélagsmiðlum um nokkurra mánaða skeið. Skoskir fjölmiðlar greindu frá því að Derek Mackay, fjármálaráðherra hefði verið í sambandi við drenginn í gegnum Instagram og Facebook frá því í ágúst. Ráðherrann hafi sett sig í samband við drenginn „upp úr engu“ og sagði honum meðal annars í skilaboðum að hann væri „sætur“. Mackay er sjálfur 42 ára gamall. Mackay sendi drengnum um 270 skilaboð á samfélagsmiðlunum og bauð honum meðal annars í kvöldverð og á rúgbíleik, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Skilaboðin héldu áfram jafnvel eftir að drengurinn staðfesti að hann væri sextán ára og sagði Mackay að „reyna ekkert“. Nýjustu skilaboðin voru frá því fyrr í þessari viku. Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar og Skoska þjóðarflokksins, sagðist hafa samþykkt afsögn Mackay með þeim orðum að ráðherrann hefði staðið sig vel í embætti en að hann hafi viðurkennt að hafa brugðist með hegðun sinni. Mackay sagðist hafa hegðað sér „eins og flón“ og að hann axlaði ábyrgð á framferði sínu. Hann hafði verið rísandi vonarstjarna innan Skoska þjóðarflokksins og var af mörgum talinn líklegur til að gegna embætti oddvita heimastjórnarinnar í framtíðinni. Hann kom opinberlega út úr skápnum þegar hann fór frá eiginkonu sinni árið 2013. Bretland Skotland Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Fjármálaráðherra skosku heimastjórnarinnar sagði af sér aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann ætlaði að leggja fram fjárlög eftir að upp komst um skilaboð sem hann sendi sextán ára gömlum dreng á samfélagsmiðlum um nokkurra mánaða skeið. Skoskir fjölmiðlar greindu frá því að Derek Mackay, fjármálaráðherra hefði verið í sambandi við drenginn í gegnum Instagram og Facebook frá því í ágúst. Ráðherrann hafi sett sig í samband við drenginn „upp úr engu“ og sagði honum meðal annars í skilaboðum að hann væri „sætur“. Mackay er sjálfur 42 ára gamall. Mackay sendi drengnum um 270 skilaboð á samfélagsmiðlunum og bauð honum meðal annars í kvöldverð og á rúgbíleik, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Skilaboðin héldu áfram jafnvel eftir að drengurinn staðfesti að hann væri sextán ára og sagði Mackay að „reyna ekkert“. Nýjustu skilaboðin voru frá því fyrr í þessari viku. Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar og Skoska þjóðarflokksins, sagðist hafa samþykkt afsögn Mackay með þeim orðum að ráðherrann hefði staðið sig vel í embætti en að hann hafi viðurkennt að hafa brugðist með hegðun sinni. Mackay sagðist hafa hegðað sér „eins og flón“ og að hann axlaði ábyrgð á framferði sínu. Hann hafði verið rísandi vonarstjarna innan Skoska þjóðarflokksins og var af mörgum talinn líklegur til að gegna embætti oddvita heimastjórnarinnar í framtíðinni. Hann kom opinberlega út úr skápnum þegar hann fór frá eiginkonu sinni árið 2013.
Bretland Skotland Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira