Erlent

Lagði hald á um 88 þúsund sígarettur

Lögreglan í Kolding á Jótlandi handtók í nótt og í morgun 16 manns, þar af þrettán Rússa, sem taldir eru tengjast alþjóðlegum smyglhring. Jafnframt lagði lögreglan hald á um 88 þúsund sígarettur sem verið var að flytja af skipi í bíl á hafnarbakkanum í Kolding. Eftir því sem segir á vef danska ríkisútvarpsins verður skipið, sem er rússneskt, rannsakað í dag og þá hefur verið óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir þremur mannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×