Telur seinni bylgju faraldursins geta orðið enn skæðari Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 12:03 Robert Redfield, forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC), á blaðamannafundi í Hvíta húsinu föstudaginn 17. apríl 2020. AP/Alex Brandon Seinni bylgja kórónuveirufaraldursins gæti orðið enn skæðari en sú sem heimsbyggðin glímir nú við vegna þess að hún gæti komið upp við upphaf flensutímabilsins, að sögn yfirmanns Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Það myndi setja fordæmalaust álag á heilbrigðiskerfið. Nú þegar hafa fleiri en 800.000 manns greinst með nýtt afbrigði kórónuveiru sem veldur öndunarfærasjúkdóminum Covid-19 í Bandaríkjunum og fleiri en 45.000 manns hafa látið lífið. Hvergi hafa fleiri greinst smitaðir samkvæmt opinberum tölum. Robert Redfield, forstjóri CDC í Bandaríkjunum, varar við hættunni á að faraldurinn verði enn verri en hann er nú ef hann blossar upp aftur þegar hefðbundin inflúensa fer á flug næsta vetur. Það telur hann setja „óhugsandi“ álag á bandaríska heilbrigðiskerfið. Það hefur fyrir glímt við skort á ýmsum nauðsynlegum búnaði eins og öndunarvélum, hlífðarbúnaði og sýnatökubúnaði. „Þegar ég segi fólki þetta hallar það sér aftur á bak og skilur eiginlega ekki hvað ég meina,“ segir Redfield í viðtali við Washington Post. Hann brýnir fyrir heilbrigðisyfirvöld alríkisstjórnarinnar og einstakra ríkja Bandaríkjanna að nýta næstu mánuði til þess að búa sig undir það sem er í vændum. Leggja þurfi áherslu á félagsforðun á sama tíma og byrjað verður að slaka á takmörkunum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Þá segir hann þörf á að stórauka skimun til að finna þá sem eru smitaðir og smitrakningu til að koma í veg fyrir að ný tilfelli verði upphafið að stærri hópsýkingum. Mikilvægt að fólk fari í flensusprautu Eins segir Redfield að heilbrigðisyfirvöld þurfi að brýna fyrir landsmönnum að huga að haustinu og að láta bólusetja sig fyrir flensunni. Þannig sé hægt að lágmarka þann fjölda sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús vegna flensunnar. Sóttvarnaaðgerðum eins og samkomubanni og fyrirmælum um að fólk haldi sig heima hefur verið mótmælt í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna undanfarna daga. Krefjast mótmælendurnir, sem koma flestir úr röðum íhaldsmanna og stuðningsmanna Donalds Trump forseta, þess að takmörkunum verði aflétt þegar í stað. Trump forseti hefur hvatt mótmælendurna áfram og sagt þeim að „FRELSA“ ríkin þrátt fyrir að hans eigin alríkisstjórn hafi gefið út leiðbeiningar til ríkjanna um að aflétta takmörkunum hægt og í áföngum. Redfield segir mótmælin ekki hjálpleg. Hann og aðrir í viðbragðsteymi Hvíta hússins vegna faraldursins hafi lagt áherslu á mikilvægi félagsforðunar og hversu mikil áhrif hún hafi haft til að hemja faraldurinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. 20. apríl 2020 11:19 Mótmæltu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar Mótmælendur hafa safnast saman í þúsundatali víðsvegar um Bandaríkin í gær og síðustu daga og krafist þess að ríkisstjórar slaki á aðgerðum vegna kórónuveirunnar, svo gangur komist á efnahagslífið á ný. 20. apríl 2020 07:17 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Seinni bylgja kórónuveirufaraldursins gæti orðið enn skæðari en sú sem heimsbyggðin glímir nú við vegna þess að hún gæti komið upp við upphaf flensutímabilsins, að sögn yfirmanns Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Það myndi setja fordæmalaust álag á heilbrigðiskerfið. Nú þegar hafa fleiri en 800.000 manns greinst með nýtt afbrigði kórónuveiru sem veldur öndunarfærasjúkdóminum Covid-19 í Bandaríkjunum og fleiri en 45.000 manns hafa látið lífið. Hvergi hafa fleiri greinst smitaðir samkvæmt opinberum tölum. Robert Redfield, forstjóri CDC í Bandaríkjunum, varar við hættunni á að faraldurinn verði enn verri en hann er nú ef hann blossar upp aftur þegar hefðbundin inflúensa fer á flug næsta vetur. Það telur hann setja „óhugsandi“ álag á bandaríska heilbrigðiskerfið. Það hefur fyrir glímt við skort á ýmsum nauðsynlegum búnaði eins og öndunarvélum, hlífðarbúnaði og sýnatökubúnaði. „Þegar ég segi fólki þetta hallar það sér aftur á bak og skilur eiginlega ekki hvað ég meina,“ segir Redfield í viðtali við Washington Post. Hann brýnir fyrir heilbrigðisyfirvöld alríkisstjórnarinnar og einstakra ríkja Bandaríkjanna að nýta næstu mánuði til þess að búa sig undir það sem er í vændum. Leggja þurfi áherslu á félagsforðun á sama tíma og byrjað verður að slaka á takmörkunum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Þá segir hann þörf á að stórauka skimun til að finna þá sem eru smitaðir og smitrakningu til að koma í veg fyrir að ný tilfelli verði upphafið að stærri hópsýkingum. Mikilvægt að fólk fari í flensusprautu Eins segir Redfield að heilbrigðisyfirvöld þurfi að brýna fyrir landsmönnum að huga að haustinu og að láta bólusetja sig fyrir flensunni. Þannig sé hægt að lágmarka þann fjölda sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús vegna flensunnar. Sóttvarnaaðgerðum eins og samkomubanni og fyrirmælum um að fólk haldi sig heima hefur verið mótmælt í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna undanfarna daga. Krefjast mótmælendurnir, sem koma flestir úr röðum íhaldsmanna og stuðningsmanna Donalds Trump forseta, þess að takmörkunum verði aflétt þegar í stað. Trump forseti hefur hvatt mótmælendurna áfram og sagt þeim að „FRELSA“ ríkin þrátt fyrir að hans eigin alríkisstjórn hafi gefið út leiðbeiningar til ríkjanna um að aflétta takmörkunum hægt og í áföngum. Redfield segir mótmælin ekki hjálpleg. Hann og aðrir í viðbragðsteymi Hvíta hússins vegna faraldursins hafi lagt áherslu á mikilvægi félagsforðunar og hversu mikil áhrif hún hafi haft til að hemja faraldurinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. 20. apríl 2020 11:19 Mótmæltu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar Mótmælendur hafa safnast saman í þúsundatali víðsvegar um Bandaríkin í gær og síðustu daga og krafist þess að ríkisstjórar slaki á aðgerðum vegna kórónuveirunnar, svo gangur komist á efnahagslífið á ný. 20. apríl 2020 07:17 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir. 20. apríl 2020 11:19
Mótmæltu aðgerðum ríkisstjóra vegna kórónuveirunnar Mótmælendur hafa safnast saman í þúsundatali víðsvegar um Bandaríkin í gær og síðustu daga og krafist þess að ríkisstjórar slaki á aðgerðum vegna kórónuveirunnar, svo gangur komist á efnahagslífið á ný. 20. apríl 2020 07:17
Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49