Erlent

Minningarathöfn Mandela

Egill Fannar Halldórsson skrifar
Suður Afríkubúar fagna ævi Mandela á FNB vellinum í Johannesburg í dag.
Suður Afríkubúar fagna ævi Mandela á FNB vellinum í Johannesburg í dag.
Í dag fór fram minningarathöfn fyrrum forseta og þjóðarhetju Suður Afríku, Nelson Mandela sem lést síðastliðinn fimmtudag, 95 ára að aldri.

Auk þúsunda heimamanna voru margir helstu þjóðleiðtogar og fyrrverandi leiðtogar heims mættir til að votta Mandela virðingu sína í rigningunni á FNB vellinum í Johannesburg.

Gestir risu úr sætum sínum og fögnuðu er forseti Bandaríkjanna, Barack Obama flutti einlæga ræðu til minningar Mandela. Suður Afríkumenn klæddust fánalitum landsins, voru skreyttir myndum af fyrrum forsetanum og sungu þjóðsönginn.

„Til fólksins í Suður Afríku, heimurinn þakkar ykkur fyrir að deila Nelson Mandela með okkur. Hans erfiði var ykkar erfiði og hans sigrar voru ykkar sigrar. Frelsið og lýðveldið er arfur hans til ykkar,“ sagði Obama í ræðu sinni í dag.

Það var gríðarleg rigning í Suður Afríku í dag og sagði kona í stúkunni að himnarnir væru að gráta því heimurinn hafði misst engil.

Að lokum sagði Obama frá því að 30 árum áður, þegar Obama var ennþá námsmaður, hafi Mandela veitt honum mikinn innblástur sem hafi leitt hann þangað sem hann er í dag.

 

Forseti Bandraríkjanna, Barack Obama flytur ræðu sína í dag
Aðalritari Sameinuðuþjóðanna, Ban Ki-moon og forseti Suður Afríku, Jacob Zuma
Raul Castro kemur á minningarathöfnina í grenjandi rigningu
Kofi Annan, fyrrum aðalritari Sameinuðuþjóðanna.
Nicolas Sarkozy fyrrum forseti Frakka og Francois Hollande forseti Frakka eiga hér í samræðum en Mahinda Rajapaksa forseti Sri Lanka situr fyrir neðan þá til vinstri.
Fyrrum forsetar Bandaríkjanna, Bill Clinton og George W. Bush ásamt dóttur Clintons, Chelsea Clinton.
Suður Afríkubúar syngja og biðja saman
Íbúar safnast saman fyrir utan hús Mandela

Tengdar fréttir

Mandela látinn

Nelson Mandela er látinn í Pretoríu í Suður-Afríku, 94 ára að aldri. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að sjúkrahúsinu síðustu daga til að votta honum virðingu sína.

Blómahaf í Jóhannesarborg

Þúsundir manna lögðu í gær leið sína að heimili Nelsons Mandela í Jóhannesarborg til að minnast hins látna leiðtoga. Fólk hefur lagt blóm á gangstéttina og var þar orðið mikið blómahaf.

Votta Mandela virðingu sína

Erlendir ráðamenn, stofnanir og stórstjörnur keppast við að votta Nelson Mandela virðingu sína.

Þjóðarleiðtogar minnast Mandela

Um sextíu þjóðarleiðtogar verða viðstaddir sérstaka minningarathöfn þegar Nelson Mandela fyrrverandi forseti Suður Afríku verður borinn til grafar á morgun.

Tugir þúsunda kveðja Mandela

Búist er við því að tugir þúsunda manna taki þátt í minningarathöfn um Nelson Mandela í Jóhannesarborg í Suður Afríku í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×