Erlent

Votta Mandela virðingu sína

Fanney Birna Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifar
Erlendir ráðamenn, stofnanir og stórstjörnur keppast nú við að votta frelsishetjunni Nelson Mandela virðingu sína á samfélagsmiðlum.

Mandela lést í kvöld, 95 ára að aldri, á heimili sínu en hann hafði undanfarið barist við lungnasýkingu og hafði verið langdvölum á spítala.

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði: „Aðeins vegna mikilla manna eins og Nelson Mandela er mögulegt fyrir tiltekið fólk í Afríku og fleiri stöðum að njóta frelsis og reisnar. Við verðum að læra þá visku, þrautseigju og skuldbindingu sem Mandela hafði fyrir því að gera heiminn betri fyrir alla.“

Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði: „Ég og Rosalynn eru mjög sorgmædd yfir fráfalli Nelson Mandela. Suður-afríska þjóðin og boðberar mannréttinda um allan heim hafa misst einstakan leiðtoga. Ástríða hans fyrir frelsi og réttlæti skapaði nýja von fyrir heilar kynslóðir kúgaðs fólks um allan heim, og vegna hans er Suður-Afríka, eitt af leiðandi lýðræðisríkjum í heimi.“

George H.W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði: „Ég og Barbara syrgjum fráfall þess mans sem hafði mesta trú á frelsi sem við höfum haft þau forréttindi að hafa kynnst. Sem forseti fylgdist ég undrandi með Nelson Mandela fyrirgefa föngurum sínum eftir 26 ára óréttmæta fangavist. Hann hafði gífurlegt hugrekki, sem breytti göngu sögunnar í Suður-Afríku.“

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði: „Nelson Mandela kenndi okkur svo mikið um svo margt. Stærsta lexía hans, sérstaklega fyrir ungt fólk, er að þrátt fyrir að slæmir hlutir komi fyrir gott fólk, höfum við enn það frelsi og þá ábyrgð að ákveða hvernig við mætum óréttlæti, vonsku ofbeldi og hvaða áhrif það hefur á anda okkar, hjörtu og hug.“

Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um viðbrögð fólks við fráfalli þessa mikla leiðtoga af Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×