Innlent

Íslenskur sendiherra viðstaddur útför Mandela

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Hátt í eitthundað þjóðarleitoga munu mæta í minningarathöfn um Mandela.
Hátt í eitthundað þjóðarleitoga munu mæta í minningarathöfn um Mandela. mynd/AFP
Guðmundur Eiríksson, sendiherra Íslands gagnvart Suður Afríku, verður fulltrúi íslenskra stjórnvalda við opinbera minningarathöfn um Nelson Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku. Athöfnin verður haldin í Jóhannesarborg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Hátt í 100 þjóðarleiðtoga munu koma víðsvegar að úr heiminum til þess að verða viðstaddir athöfnina.

Mandela lést fimmtudaginn síðasta 95 ára að aldri.


Tengdar fréttir

Fyrirmynd fallin frá

Nelson Mandela er heimsbyggðinni harmdauði. Hann er ekki eingöngu syrgður í heimalandi sínu Suður-Afríku heldur víða um lönd. Hann var líklega áhrifamesti stjórnmálamaður og þjóðarleiðtogi samtímans, jafnvel þótt hann væri löngu hættur formlegum afskiptum af pólitík, enda orðinn 95 ára gamall.

Mandela látinn

Nelson Mandela er látinn í Pretoríu í Suður-Afríku, 94 ára að aldri. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að sjúkrahúsinu síðustu daga til að votta honum virðingu sína.

Sigmundur sendir samúðarkveðjur til Suður Afríku

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands og íslensku þjóðarinar sent samúðarkveðjur til suðurafrísku þjóðarinnar vegna fráfalls Nelson Mandela.

Votta Mandela virðingu sína

Erlendir ráðamenn, stofnanir og stórstjörnur keppast við að votta Nelson Mandela virðingu sína.

Mandela-torg í Reykjavík ólíklegt

Ekkert varð úr ósk Arkitektur- og designhögskolen í Osló á síðasta ári um að fá reit undir Nelson Mandela-torg í Reykjavík.

Viskan í augnaráði Mandela

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hitti Nelson Mandela einu sinni og segir það hafa verið áhrifaríkan fund.

Þjóðarleiðtogar minnast Mandela

Um sextíu þjóðarleiðtogar verða viðstaddir sérstaka minningarathöfn þegar Nelson Mandela fyrrverandi forseti Suður Afríku verður borinn til grafar á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×