Mandela látinn Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. desember 2013 22:00 Nelson Mandela hafði legið þungt haldinn á sjúkrahúsi í Pretoríu áður en hann lést á heimili sínu. Nordicphotos/AFP Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, frelsishetja og helsti leiðtogi þjóðarinnar um árabil, er látinn á heimili sínu. Hann var 95 ára. Frá þessu er sagt á vef BBC og hefur núverandi forseti landsins staðfest það í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar. „Þjóð okkar hefur misst sinn besta son,“ sagði forsetinn Jacob Zuma. Undanfarið hefur hann verið undir höndum lækna á heimili sínu vegna sýkingar í lungunum, en áður hafði hann verið á spítala í þrjá mánuði. Mandela er minnst sem frelsishetju og friðarhöfðingja og hefur notið ómældrar virðingar hvarvetna sem slíkur. Það var þó ekki fyrr en í júlí 2008, rétt í tæka tíð fyrir níræðisafmæli Mandela, sem Bandaríkjastjórn tók hann og aðra helstu leiðtoga Afríska þjóðarráðsins af lista yfir hugsanlega hryðjuverkamenn. Hann gekk ungur til liðs við Afríska þjóðarráðið, samtök sem áratugum saman börðust gegn ofríki hvíta minnihlutans. Mandela varð fljótt leiðtogi samtakanna og lagði framan af áherslu á friðsamlega baráttu fyrir réttindum svarta meirihlutans. Grimmdarleg ofbeldisverk hvítra lögreglumanna og rammgerðar her- og lögregluvarnir minnihlutastjórnarinnar urðu hins vegar til þess að hann komst á þá skoðun að vopnuð skæruliðastarfsemi væri eina leiðin til að kollvarpa aðskilnaðarkerfinu.Í gamla fangaklefanum á Robbin-eyju 10. febrúar 1995. Þar dvaldi hann í 19 ár af þeim 27 sem hann sat í fangelsi.Þegar hann fékk frelsið eftir að hafa setið 27 ár í fangelsi höfðu aðstæður breyst. Frederik Willem de Klerk, leiðtogi hvítu minnihlutastjórnarinnar, hafði áttað sig á því að aðskilnaðarstefnan gæti ekki gengið upp. Mandela gekk því út úr fangelsinu staðráðinn í að ná markmiðum sínum, sem enn voru þau sömu, fram með friðsamlegum leiðum, viðræðum og samningum. Þremur árum síðar fengu þeir Mandela og de Klerk friðarverðlaun Nóbels fyrir „störf sín í þágu afnáms aðskilnaðarstefnunnar og fyrir að leggja grunninn að nýju lýðræði í Suður-Afríku,“ eins og sagði í tilkynningu norsku Nóbelsnefndarinnar árið 1993. Mandela var kosinn forseti Suður-Afríku árið 1994 þegar allir íbúar landsins höfðu loks fengið óskertan kosningarétt. Afríska þjóðarráðið varð jafnframt stærsti stjórnmálaflokkur landsins og hefur haldið stöðu sinni fram á þennan dag.Nelson Mandela ásamt eiginkonu sinni Winnie árið 1957.1918 Nelson Rolihlahla Mandela fæddur 18. júlí í þorpinu Mvezo austan til í Suður-Afríku.1942 Gekk til liðs við Afríska þjóðarráðið og hafði forystu um friðsamlegt andóf gegn aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlutans.1942 Hóf nám í lögfræði1952 Dæmdur fyrir þátttöku í fjöldaherferð gegn lögum, sem mismunuðu fólki eftir litarhætti.1953 Stofnaði lögmannsstofu ásamt Oliver Tambo, sem veitti þeldökkum ókeypis eða ódýra lögfræðiþjónustu.Ásamt sjö öðrum handteknum ANC-mönnum í fangabifreið með steytta hnefa eftir að hafa fengið lífstíðardóm 16. júní 1964.1956 Handtekinn ásamt 156 öðrum mótmælendum, sem sakaðir voru um að hafa ætlað að gera vopnaða byltingu.1960 Fjöldamorðin í Sharpesville. Lögregla drap 69 manns sem voru að mótmæla því að einungis þeldökkir borgarar þyrftu jafnan að vera með skilríki á sér. Sama ár var Afríska þjóðarráðið bannað.1961 Mandela verður leiðtogi Afríska þjóðarráðsins. Stofnar vopnaða sveit.1962 Handtekinn, dæmdur í ævilangt fangelsi og sendur til afplánunar á Robbin-eyju, þar sem hann dvaldist næstu 18 árin.Ávarpar 100 þúsund manns 13. febrúar 1990, tveimur dögum eftir að hafa fengið frelsið.1990 F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, afléttir aðskilnaðarstefnunni og leyfir starfsemi Afríska þjóðarráðsins á ný. Mandela látinn laus eftir 27 ára fangavist.1991 Mandela kosinn forseti Afríska þjóðarráðsins.1993 Mandela hlýtur friðarverðlaun Nóbels ásamt F.W. de Klerk, forseta Suður-Afríku.1994 Kosinn forseti Suður-Afríku, fyrstur þeldökkra manna með yfirgnæfandi stuðningi í fyrstu frjálsu kosningum landsins.1999 Lætur af embætti eftir eitt kjörtímabil.2009 Sameinuðu þjóðirnar lýstu fæðingardag hans, 18. júlí, alþjóðlegan dag Nelsons Mandela. Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, frelsishetja og helsti leiðtogi þjóðarinnar um árabil, er látinn á heimili sínu. Hann var 95 ára. Frá þessu er sagt á vef BBC og hefur núverandi forseti landsins staðfest það í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar. „Þjóð okkar hefur misst sinn besta son,“ sagði forsetinn Jacob Zuma. Undanfarið hefur hann verið undir höndum lækna á heimili sínu vegna sýkingar í lungunum, en áður hafði hann verið á spítala í þrjá mánuði. Mandela er minnst sem frelsishetju og friðarhöfðingja og hefur notið ómældrar virðingar hvarvetna sem slíkur. Það var þó ekki fyrr en í júlí 2008, rétt í tæka tíð fyrir níræðisafmæli Mandela, sem Bandaríkjastjórn tók hann og aðra helstu leiðtoga Afríska þjóðarráðsins af lista yfir hugsanlega hryðjuverkamenn. Hann gekk ungur til liðs við Afríska þjóðarráðið, samtök sem áratugum saman börðust gegn ofríki hvíta minnihlutans. Mandela varð fljótt leiðtogi samtakanna og lagði framan af áherslu á friðsamlega baráttu fyrir réttindum svarta meirihlutans. Grimmdarleg ofbeldisverk hvítra lögreglumanna og rammgerðar her- og lögregluvarnir minnihlutastjórnarinnar urðu hins vegar til þess að hann komst á þá skoðun að vopnuð skæruliðastarfsemi væri eina leiðin til að kollvarpa aðskilnaðarkerfinu.Í gamla fangaklefanum á Robbin-eyju 10. febrúar 1995. Þar dvaldi hann í 19 ár af þeim 27 sem hann sat í fangelsi.Þegar hann fékk frelsið eftir að hafa setið 27 ár í fangelsi höfðu aðstæður breyst. Frederik Willem de Klerk, leiðtogi hvítu minnihlutastjórnarinnar, hafði áttað sig á því að aðskilnaðarstefnan gæti ekki gengið upp. Mandela gekk því út úr fangelsinu staðráðinn í að ná markmiðum sínum, sem enn voru þau sömu, fram með friðsamlegum leiðum, viðræðum og samningum. Þremur árum síðar fengu þeir Mandela og de Klerk friðarverðlaun Nóbels fyrir „störf sín í þágu afnáms aðskilnaðarstefnunnar og fyrir að leggja grunninn að nýju lýðræði í Suður-Afríku,“ eins og sagði í tilkynningu norsku Nóbelsnefndarinnar árið 1993. Mandela var kosinn forseti Suður-Afríku árið 1994 þegar allir íbúar landsins höfðu loks fengið óskertan kosningarétt. Afríska þjóðarráðið varð jafnframt stærsti stjórnmálaflokkur landsins og hefur haldið stöðu sinni fram á þennan dag.Nelson Mandela ásamt eiginkonu sinni Winnie árið 1957.1918 Nelson Rolihlahla Mandela fæddur 18. júlí í þorpinu Mvezo austan til í Suður-Afríku.1942 Gekk til liðs við Afríska þjóðarráðið og hafði forystu um friðsamlegt andóf gegn aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlutans.1942 Hóf nám í lögfræði1952 Dæmdur fyrir þátttöku í fjöldaherferð gegn lögum, sem mismunuðu fólki eftir litarhætti.1953 Stofnaði lögmannsstofu ásamt Oliver Tambo, sem veitti þeldökkum ókeypis eða ódýra lögfræðiþjónustu.Ásamt sjö öðrum handteknum ANC-mönnum í fangabifreið með steytta hnefa eftir að hafa fengið lífstíðardóm 16. júní 1964.1956 Handtekinn ásamt 156 öðrum mótmælendum, sem sakaðir voru um að hafa ætlað að gera vopnaða byltingu.1960 Fjöldamorðin í Sharpesville. Lögregla drap 69 manns sem voru að mótmæla því að einungis þeldökkir borgarar þyrftu jafnan að vera með skilríki á sér. Sama ár var Afríska þjóðarráðið bannað.1961 Mandela verður leiðtogi Afríska þjóðarráðsins. Stofnar vopnaða sveit.1962 Handtekinn, dæmdur í ævilangt fangelsi og sendur til afplánunar á Robbin-eyju, þar sem hann dvaldist næstu 18 árin.Ávarpar 100 þúsund manns 13. febrúar 1990, tveimur dögum eftir að hafa fengið frelsið.1990 F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, afléttir aðskilnaðarstefnunni og leyfir starfsemi Afríska þjóðarráðsins á ný. Mandela látinn laus eftir 27 ára fangavist.1991 Mandela kosinn forseti Afríska þjóðarráðsins.1993 Mandela hlýtur friðarverðlaun Nóbels ásamt F.W. de Klerk, forseta Suður-Afríku.1994 Kosinn forseti Suður-Afríku, fyrstur þeldökkra manna með yfirgnæfandi stuðningi í fyrstu frjálsu kosningum landsins.1999 Lætur af embætti eftir eitt kjörtímabil.2009 Sameinuðu þjóðirnar lýstu fæðingardag hans, 18. júlí, alþjóðlegan dag Nelsons Mandela.
Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira