Erlent

Bein útsending - Þúsundir minnast Mandela

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Þjóðhetju minnst.
Þjóðhetju minnst. Mynd/EPA
Margir helstu þjóðarleiðtogar heims taka nú þátt í minningarathöfn um Nelson Mandela á íþróttaleikvangi í Soweto-hverfi í útjaðri Jóhannesarborgar.

Þúsundir íbúa Suður-Afríku eru einnig mættir til leiks og minnast þjóðhetju sinnar, sem sat 27 ár í fangelsi en varð síðan fyrsti lýðræðislega kosni forseti landsins.

Sannkölluð hátíðarstemmning ríkir á leikvanginum og hófst athöfnin með því að þjóðsöngur Suður-Afríku var sunginn.

Fylgjast má með athöfninni hér í beinni útsendingu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×