Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2020 11:10 Gurbanguly Berdymukhamedov, einræðisráðherra Túrkmenistan. Getty/Mikhail Svetlov Yfirvöld mið-Asíuríkisins einangraða, Túrkmenistan, hafa bannað notkun orðsins kórónuveira. Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum Blaðamenn án landamæra (RSF) og vitna samtökin í Turkmenistan Chronicle, sem ku vera einn mjög fárra sjálfstæðra miðla í einræðisríkinu. Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn skrautlegi einræðisherra Túrkmenistan, hefur látið fjarlægja orðið úr bæklingum sem búið var að dreifa víða um landið. Óeinkennisklæddir lögregluþjónar eru einnig sagðir hafa verið sendir út meðal fólks til að handataka íbúa sem bera andlitsgrímur eða tala um veiruna. Túrkmenistan deilir löngum landamærum með Íran, sem er meðal þeirra ríkja sem hafa orðið verst út í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Jeanne Cavelier, framkvæmdastýra RSF, segir þessa afneitun upplýsinga ógna lífi almennings í Túrkmenistan og hvetur hún alþjóðasamfélagið til að bregðast við og refsa einræðisherranum. Túrkmenistan er talið eitt einangraðasta ríki heims og lendir iðulega neðst á listum sem snúa að frelsi fjölmiðla og íbúa. Eins og til dæmis á lista RSF yfir frelsi fjölmiðla. Hér að neðan má sjá kostulega umfjöllun John Oliver um Berdymukhamedov frá því í fyrra þegar hann gerði stólpagrín að einræðisherranum. Meðal annars fyrir undarlegt dálæti hans á hestum, rappi og heimsmetum. Túrkmenistan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd stefnir búi Epsteins Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Sjá meira
Yfirvöld mið-Asíuríkisins einangraða, Túrkmenistan, hafa bannað notkun orðsins kórónuveira. Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum Blaðamenn án landamæra (RSF) og vitna samtökin í Turkmenistan Chronicle, sem ku vera einn mjög fárra sjálfstæðra miðla í einræðisríkinu. Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn skrautlegi einræðisherra Túrkmenistan, hefur látið fjarlægja orðið úr bæklingum sem búið var að dreifa víða um landið. Óeinkennisklæddir lögregluþjónar eru einnig sagðir hafa verið sendir út meðal fólks til að handataka íbúa sem bera andlitsgrímur eða tala um veiruna. Túrkmenistan deilir löngum landamærum með Íran, sem er meðal þeirra ríkja sem hafa orðið verst út í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Jeanne Cavelier, framkvæmdastýra RSF, segir þessa afneitun upplýsinga ógna lífi almennings í Túrkmenistan og hvetur hún alþjóðasamfélagið til að bregðast við og refsa einræðisherranum. Túrkmenistan er talið eitt einangraðasta ríki heims og lendir iðulega neðst á listum sem snúa að frelsi fjölmiðla og íbúa. Eins og til dæmis á lista RSF yfir frelsi fjölmiðla. Hér að neðan má sjá kostulega umfjöllun John Oliver um Berdymukhamedov frá því í fyrra þegar hann gerði stólpagrín að einræðisherranum. Meðal annars fyrir undarlegt dálæti hans á hestum, rappi og heimsmetum.
Túrkmenistan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd stefnir búi Epsteins Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Sjá meira