Erlent

Opnuðu nýtt sjúkra­hús í Mílanó

Atli Ísleifsson skrifar
Á nýja spítalanum eru tvö hundruð gjörgæslupláss og er vonast til að það létti á álaginu á sjúkrahúsin á svæðinu.
Á nýja spítalanum eru tvö hundruð gjörgæslupláss og er vonast til að það létti á álaginu á sjúkrahúsin á svæðinu. Getty

Nýtt sjúkrahús var opnað í Mílanó á Ítalíu í gær. Á nýja spítalanum eru tvö hundruð gjörgæslupláss og er vonast til að það létti á álaginu á sjúkrahúsin á svæðinu.

Alls komu 500 verkamenn að byggingu spítalans og tók byggingin ekki nema tíu daga.

Verkið kostaði rúmar 20 milljónir evra, rúmlega þrjá milljarða íslenskra króna á gengi dagsins.

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, gaf um helminginn af því fjármagni sem þurfti. Hann er frá Langbarðalandi, því svæði sem hefur komið verst út úr faraldrinum á Ítalíu..

Staðfest smit á Ítalíu eru nú um 105 þúsund og eru skráð dauðsföll sem rakin eru til veirunnar og Covid-19 nú 12.428 talsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×