Trump með rúmlega 27 milljarða króna forskot á Biden Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2020 11:42 Joe Biden þarf að spýta verulega í lófana til þess að brúa bilið í framboð Trump sem hefur sankað að sér miklum auðæfum fyrir kosningabaráttuna. AP/Evan Vucci Framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta byrjar kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í haust með 187 milljóna dollara, jafnvirði ríflega 27 milljarða króna, forskot á Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins samkvæmt nýjustu tölum um fjáröflun framboðanna. Á sama tíma safna frambjóðendur demókrata til Bandaríkjaþings víða meira fé en sitjandi þingmenn í Repúblikanaflokknum. Trump forseti hefur byggt upp digran kosningasjóð frá því að hann tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Hann skráði enda framboð sitt til endurkjörs 20. janúar 2017, sama dag og hann var settur í embætti. Nú er svo komið að framboðið á um 240 milljónir dollara í sjóðum sínum, jafnvirði um 35 milljarða króna, að sögn AP-fréttastofunnar. New York Times segir forskot Trump svo mikið að Biden, sem á útnefningu Demókrataflokksins næsta vísa, gæti safnað hátt í einni milljóna dollara, jafnvirði um 145 milljóna íslenskra króna, á hverjum degi fram að kjördegi og samt varla náð þeirri fjárhæð sem framboð Trump hafði úr að spila í byrjun apríl, hvað þá þeim fjármunum sem Trump mun bæta í safnið á næstu mánuðum. „Greið leið Trump er einn af stórum kostum þess að sitja í embætti og hann hefur notað það forskot til þess að snúa upp á hendina á öllum mögulegum fjárhagslegum bakhjörlum og standa fyrir risavaxinni söfnun á netinu,“ segir Jim Margolis, ráðgjafi Demókrataflokksins sem hefur tekið þátt í fyrri forsetakosningum. Faraldurinn hægir á fjáröflun Biden Enn liggur ekki fyrir samkomulag á milli framboðs Biden og landsnefndar Demókrataflokksins (DNC) um sameiginlega fjáröflun og lítið hefur verið gert til að fjölga starfsmönnum framboðs Biden eftir að hann svo gott sem tryggði sér útnefninguna fyrir um mánuði. Pólitískar aðgerðanefndir sem eru mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl stjórnmálamanna í Bandaríkjunum hafa keppst um athygli og er það sagt hafa skapað óvissu hjá forsvarsmönnum Demókrataflokksins og helstu velgjörðarmanna hans um hvern þeir eigi að styrkja. Á sama tíma og Biden á við ramman reip að draga í samkeppninni við Trump hafa margir frambjóðendur demókrata til mikilvæga sæta í fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings þar sem repúblikanar eru fyrir á fleti safnað meira fé en sitjandi þingmennirnir. Fjáröflun Biden get þó betur en áður í mars þegar hann safnaði um 46,6 milljónum dollara, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna. Verulega hægði þó að fjáröfluninni eftir því sem leið á mánuðinn vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Peningar eru sagðir hjálpa frambjóðendum en þeir leiki ekki endilega lykilhlutverk. Þannig vann Biden útnefningu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í fjáröflun í samanburði við aðra frambjóðendur eins og Bernie Sanders, óháða öldungadeildarþingmanninn frá Vermont. Eins vann Trump sigur á Hillary Clinton í forsetakosningunum árið 2016 þrátt fyrir að hann hefði eytt minna fé í kosningabaráttunni en hún. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Sjá meira
Framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta byrjar kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í haust með 187 milljóna dollara, jafnvirði ríflega 27 milljarða króna, forskot á Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins samkvæmt nýjustu tölum um fjáröflun framboðanna. Á sama tíma safna frambjóðendur demókrata til Bandaríkjaþings víða meira fé en sitjandi þingmenn í Repúblikanaflokknum. Trump forseti hefur byggt upp digran kosningasjóð frá því að hann tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Hann skráði enda framboð sitt til endurkjörs 20. janúar 2017, sama dag og hann var settur í embætti. Nú er svo komið að framboðið á um 240 milljónir dollara í sjóðum sínum, jafnvirði um 35 milljarða króna, að sögn AP-fréttastofunnar. New York Times segir forskot Trump svo mikið að Biden, sem á útnefningu Demókrataflokksins næsta vísa, gæti safnað hátt í einni milljóna dollara, jafnvirði um 145 milljóna íslenskra króna, á hverjum degi fram að kjördegi og samt varla náð þeirri fjárhæð sem framboð Trump hafði úr að spila í byrjun apríl, hvað þá þeim fjármunum sem Trump mun bæta í safnið á næstu mánuðum. „Greið leið Trump er einn af stórum kostum þess að sitja í embætti og hann hefur notað það forskot til þess að snúa upp á hendina á öllum mögulegum fjárhagslegum bakhjörlum og standa fyrir risavaxinni söfnun á netinu,“ segir Jim Margolis, ráðgjafi Demókrataflokksins sem hefur tekið þátt í fyrri forsetakosningum. Faraldurinn hægir á fjáröflun Biden Enn liggur ekki fyrir samkomulag á milli framboðs Biden og landsnefndar Demókrataflokksins (DNC) um sameiginlega fjáröflun og lítið hefur verið gert til að fjölga starfsmönnum framboðs Biden eftir að hann svo gott sem tryggði sér útnefninguna fyrir um mánuði. Pólitískar aðgerðanefndir sem eru mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl stjórnmálamanna í Bandaríkjunum hafa keppst um athygli og er það sagt hafa skapað óvissu hjá forsvarsmönnum Demókrataflokksins og helstu velgjörðarmanna hans um hvern þeir eigi að styrkja. Á sama tíma og Biden á við ramman reip að draga í samkeppninni við Trump hafa margir frambjóðendur demókrata til mikilvæga sæta í fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings þar sem repúblikanar eru fyrir á fleti safnað meira fé en sitjandi þingmennirnir. Fjáröflun Biden get þó betur en áður í mars þegar hann safnaði um 46,6 milljónum dollara, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna. Verulega hægði þó að fjáröfluninni eftir því sem leið á mánuðinn vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Peningar eru sagðir hjálpa frambjóðendum en þeir leiki ekki endilega lykilhlutverk. Þannig vann Biden útnefningu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í fjáröflun í samanburði við aðra frambjóðendur eins og Bernie Sanders, óháða öldungadeildarþingmanninn frá Vermont. Eins vann Trump sigur á Hillary Clinton í forsetakosningunum árið 2016 þrátt fyrir að hann hefði eytt minna fé í kosningabaráttunni en hún.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Sjá meira