Guðmunda: „Þetta var bara skita hjá okkur“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. júlí 2016 21:39 „Þetta var bara skita hjá okkur,“ sagði Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfyssinga, eftir 5-0 skell gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. „Valsliðið var betra og sterkara í öllum návígum og skoruðu þrjú mörk eftir föst leikatriði. Það er einfaldlega ekki boðlegt hjá okkur.“ Þetta var þriðja tap Selfyssinga í röð á útivelli. Í síðasta leik tapaði liðið 3-0 á Akureyri og þar áður 5-0 í Vestmannaeyjum. Það er því ekkert mark skorað og þrettán fengin á sig í síðustu þremur leikjum.Þekktar fyrir að vera leiðinlegar „Það vantaði alla ákveðni og greddu í okkur. Við erum þekktar fyrir að vera leiðinlegar en við höfum bara ekki verið að sýna það,“ sagði Guðmunda. En hvað skyldu þær þurfa að gera til að verða „leiðinlegar“ á nýjan leik? „Við verðum að líta inn á við, þetta í hausnum á okkur. Við verðum að koma grimmari til leiks og vinna fyrir hverja aðra.“ Fyrirliðinn var tekinn af velli í upphafi síðari hálfleiks en þá haltraði hún út af. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Guðmunda nær ekki að klára. „Ég hef verið meidd í hnénu og við höfum reynt að spila á því. Hingað til hefur það ekki gengið nógu vel en ég er að ná nokkrum mínútum. Ég fer í sprautu á morgun og næ vonandi næsta leik.“ Síðasta spurningin tengist fótbolta lítið og í raun ekkert. Í símaskránni hefur Guðmunda lengi verið skráð sem „pokémon meistari“. Undanfarna daga hefur leikurinn Pokémon Go tröllriðið öllu og fleiri því orðnir pokémon meistarar. „Mér finnst geggjað að fólk er núna á mínu „leveli“. Það eru allir pokémon meistarar,“ segir fyrirliðinn og bætir við að sjálf spili hún leikinn mikið. „Ég rúnta reglulega um Selfoss í leit að pokémonum.“ Pepsi Max-deild kvenna Pokemon Go Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Selfoss 5-0 | Valsstúlkur grófu Selfoss-grýluna Margrét Lára Viðardóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir skorðu tvö mörk hvor eftir að Dóra María Lárusdóttir hafði komið heimastúlkum á bragðið. 13. júlí 2016 22:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
„Þetta var bara skita hjá okkur,“ sagði Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfyssinga, eftir 5-0 skell gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. „Valsliðið var betra og sterkara í öllum návígum og skoruðu þrjú mörk eftir föst leikatriði. Það er einfaldlega ekki boðlegt hjá okkur.“ Þetta var þriðja tap Selfyssinga í röð á útivelli. Í síðasta leik tapaði liðið 3-0 á Akureyri og þar áður 5-0 í Vestmannaeyjum. Það er því ekkert mark skorað og þrettán fengin á sig í síðustu þremur leikjum.Þekktar fyrir að vera leiðinlegar „Það vantaði alla ákveðni og greddu í okkur. Við erum þekktar fyrir að vera leiðinlegar en við höfum bara ekki verið að sýna það,“ sagði Guðmunda. En hvað skyldu þær þurfa að gera til að verða „leiðinlegar“ á nýjan leik? „Við verðum að líta inn á við, þetta í hausnum á okkur. Við verðum að koma grimmari til leiks og vinna fyrir hverja aðra.“ Fyrirliðinn var tekinn af velli í upphafi síðari hálfleiks en þá haltraði hún út af. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Guðmunda nær ekki að klára. „Ég hef verið meidd í hnénu og við höfum reynt að spila á því. Hingað til hefur það ekki gengið nógu vel en ég er að ná nokkrum mínútum. Ég fer í sprautu á morgun og næ vonandi næsta leik.“ Síðasta spurningin tengist fótbolta lítið og í raun ekkert. Í símaskránni hefur Guðmunda lengi verið skráð sem „pokémon meistari“. Undanfarna daga hefur leikurinn Pokémon Go tröllriðið öllu og fleiri því orðnir pokémon meistarar. „Mér finnst geggjað að fólk er núna á mínu „leveli“. Það eru allir pokémon meistarar,“ segir fyrirliðinn og bætir við að sjálf spili hún leikinn mikið. „Ég rúnta reglulega um Selfoss í leit að pokémonum.“
Pepsi Max-deild kvenna Pokemon Go Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Selfoss 5-0 | Valsstúlkur grófu Selfoss-grýluna Margrét Lára Viðardóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir skorðu tvö mörk hvor eftir að Dóra María Lárusdóttir hafði komið heimastúlkum á bragðið. 13. júlí 2016 22:00 Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Selfoss 5-0 | Valsstúlkur grófu Selfoss-grýluna Margrét Lára Viðardóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir skorðu tvö mörk hvor eftir að Dóra María Lárusdóttir hafði komið heimastúlkum á bragðið. 13. júlí 2016 22:00