Trump með hundruð milljóna í tekjur síðasta árið Kjartan Kjartansson skrifar 17. júní 2017 11:17 Viðskiptaveldi Donalds Trump heldur áfram að mala gull fyrir hann á meðan hann situr sem forseti. Vísir/EPA Fjármálauppýsingar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skilaði inn sýna að viðskiptaveldi hans hefur verið með tekju upp á um 600 milljónir dollara frá því að hann tók við embætti í janúar. Eignir hans nema að minnsta kosti 1,4 milljarði dollara. Trump skilaði gögnunum sjálfviljugur til siðferðisskrifstofu ríkisstjórnarinnar. Þau sýna hins vegar ekki nákvæmar tekjur eða skatta líkt og skattskýrslur gera. Trump hefur staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar, fyrstu Bandaríkjaforseta.Washington Post segir að Trump hafi fengið straum nýrra tekna frá útlöndum og frá Mar-a-Lago-eign sinni í Flórída þar sem hann eyddi nær öllum helgum á fyrstu mánuðum forsetatíðar sinnar. Trump hagnaðist um 600 milljónir dollara frá janúar 2016 þar til um miðjan maí á þessu ári. Tvö ár eru liðin frá því að hann tilkynnti um forsetaframboð sitt. Ekki er hægt að ráða heildareignir Trump af skjölunum sem hann hefur kosið að birta. Sjálfur hélt hann því fram í kosningabaráttunni að hann væri tíu milljarða dollara virði. Eignirnar eru 1,4 milljarðar samkvæmt því sem nú hefur verið birt.Stefnt vegna greiðslna frá erlendum aðilum Forsetinn hefur verið sakaður um að nýta sér aðstöðu sína í Hvíta húsinu til að hagnast persónulega, meðal annars á hótelum og golfklúbbum sem hann á. Gögnin sýna að tekjur Mar-a-Lago-klúbbsins hafa aukist verulega. Tekjurnar numu 37,2 milljónum dollara á fimmtán og hálfum mánuði sem gögnin ná til. Til samanburðar voru tekjurnar 15,6 milljónir dollara á átján og hálfum mánuði fyrir það. Hópur bandarískra þingmanna og tveir ríkisdómsmálaráðherra úr röðum demókrata ætla að höfða mál gegn Trump en þeir saka forsetann um að brjóta grein stjórnarskrárinnar sem bannar emættismönnum að taka við fé eða gjöfum frá erlendum leiðtogum.Sjá einnig:Hundruð þingmanna stefna Trump vegna erlendra greiðslna Sú staðreynd að Trump hafi ekki sagt skilið við viðskiptaveldi sitt sem stundar viðskipti við erlenda embættismenn jafngildi því að hann taki við greiðslum frá því. Dómsmálaráðuneyti Trump segir að stjórnarskrárákvæðið nái ekki til viðskipta fyrirtækja hans. Greint hefur verið frá því að þó að synir Trump hafi tekið við rekstri fyrirtækjanna þá hagnast forsetinn persónulega á rekstrinum og getur tekið hagnaðinn út þegar honum sýnist. Donald Trump Tengdar fréttir Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar Forsetinn er sakaður um meiriháttar brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar sem banna embættismönnum að taka við gjöfum eða greiðslum frá erlendum ríkiserindrekum í stefnu dómsmálaráðherra Maryland-ríkis og Columbia-svæðis. 12. júní 2017 13:37 Vodkaframleiðandi notfærir sér tengsl Trump við Rússland Vodkaframleiðandinn Smirnoff notfærir sér nú meint tengsl Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, við Rússland í nýrri auglýsingaherferð. 13. júní 2017 15:43 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Fjármálauppýsingar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skilaði inn sýna að viðskiptaveldi hans hefur verið með tekju upp á um 600 milljónir dollara frá því að hann tók við embætti í janúar. Eignir hans nema að minnsta kosti 1,4 milljarði dollara. Trump skilaði gögnunum sjálfviljugur til siðferðisskrifstofu ríkisstjórnarinnar. Þau sýna hins vegar ekki nákvæmar tekjur eða skatta líkt og skattskýrslur gera. Trump hefur staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar, fyrstu Bandaríkjaforseta.Washington Post segir að Trump hafi fengið straum nýrra tekna frá útlöndum og frá Mar-a-Lago-eign sinni í Flórída þar sem hann eyddi nær öllum helgum á fyrstu mánuðum forsetatíðar sinnar. Trump hagnaðist um 600 milljónir dollara frá janúar 2016 þar til um miðjan maí á þessu ári. Tvö ár eru liðin frá því að hann tilkynnti um forsetaframboð sitt. Ekki er hægt að ráða heildareignir Trump af skjölunum sem hann hefur kosið að birta. Sjálfur hélt hann því fram í kosningabaráttunni að hann væri tíu milljarða dollara virði. Eignirnar eru 1,4 milljarðar samkvæmt því sem nú hefur verið birt.Stefnt vegna greiðslna frá erlendum aðilum Forsetinn hefur verið sakaður um að nýta sér aðstöðu sína í Hvíta húsinu til að hagnast persónulega, meðal annars á hótelum og golfklúbbum sem hann á. Gögnin sýna að tekjur Mar-a-Lago-klúbbsins hafa aukist verulega. Tekjurnar numu 37,2 milljónum dollara á fimmtán og hálfum mánuði sem gögnin ná til. Til samanburðar voru tekjurnar 15,6 milljónir dollara á átján og hálfum mánuði fyrir það. Hópur bandarískra þingmanna og tveir ríkisdómsmálaráðherra úr röðum demókrata ætla að höfða mál gegn Trump en þeir saka forsetann um að brjóta grein stjórnarskrárinnar sem bannar emættismönnum að taka við fé eða gjöfum frá erlendum leiðtogum.Sjá einnig:Hundruð þingmanna stefna Trump vegna erlendra greiðslna Sú staðreynd að Trump hafi ekki sagt skilið við viðskiptaveldi sitt sem stundar viðskipti við erlenda embættismenn jafngildi því að hann taki við greiðslum frá því. Dómsmálaráðuneyti Trump segir að stjórnarskrárákvæðið nái ekki til viðskipta fyrirtækja hans. Greint hefur verið frá því að þó að synir Trump hafi tekið við rekstri fyrirtækjanna þá hagnast forsetinn persónulega á rekstrinum og getur tekið hagnaðinn út þegar honum sýnist.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar Forsetinn er sakaður um meiriháttar brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar sem banna embættismönnum að taka við gjöfum eða greiðslum frá erlendum ríkiserindrekum í stefnu dómsmálaráðherra Maryland-ríkis og Columbia-svæðis. 12. júní 2017 13:37 Vodkaframleiðandi notfærir sér tengsl Trump við Rússland Vodkaframleiðandinn Smirnoff notfærir sér nú meint tengsl Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, við Rússland í nýrri auglýsingaherferð. 13. júní 2017 15:43 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar Forsetinn er sakaður um meiriháttar brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar sem banna embættismönnum að taka við gjöfum eða greiðslum frá erlendum ríkiserindrekum í stefnu dómsmálaráðherra Maryland-ríkis og Columbia-svæðis. 12. júní 2017 13:37
Vodkaframleiðandi notfærir sér tengsl Trump við Rússland Vodkaframleiðandinn Smirnoff notfærir sér nú meint tengsl Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, við Rússland í nýrri auglýsingaherferð. 13. júní 2017 15:43