Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2017 13:37 Donald Trump kemur út úr hóteli sem hann á í Washington-borg. Erlendir ríkiserindrekar eru sagðir skipta við hótelið til að mynda tengsl við forsetann. Vísir/EPA Dómsmálaráðherrar Maryland-ríkis og Columbia-svæðis í Bandaríkjunum ætla að stefna Donald Trump forseta fyrir dómstólum. Þeir saka forsetann um að rjúfa embættiseið sinn að stjórnarskráinni með því að þiggja milljónir dollara í greiðslur frá erlendum ríkisstjórnum frá því að hann tók við völdum. Forsaga málsins er sú að Trump kaus að eiga áfram fyrirtæki sín þegar hann tók við sem forseti í janúar. Synir hans tveir hafa séð um rekstur fyrirtækjanna. Dómsmálaráðherrarnir tveir, sem báðir eru demókratar, saka Trump um að hafa brotið loforð um að halda embættisfærslum sínum og viðskiptahagsmunum aðskildum.Telja fyrirtæki forsetans mega hagnast á erlendum aðilumWashington Post segir að í stefnunni segi að Trump hafi gerst sekur um fordæmalaus brot gegn stjórnarskránni og grafið undan bandarísku stjórnkerfi. Samþykki alríkisdómari að stefnan eigi rétt á sér gætu dómsmálaráðherrarnir krafist skattaskýrslna forsetans sem hann hefur fram að þessu staðfastlega neitað að gera opinberar. Grein stjórnarskrárinnar sem ráðherrarnir tveir telja Trump hafa brotið fjallar um hagnað af greiðslum frá erlendum og innlendum aðilum. Samkvæmt henni er embættismönnum bannað að hagnast á gjöfum eða greiðslum frá erlendum ríkjum. Telja þeir að Trump brjóti gegn þessu ákvæði með að eiga fyrirtæki áfram sem fái greiðslur frá erlendum ríkjum. Erindrekar erlendra ríkja eru sagðir hafa leitast við að skipta við hótel og önnur fyrirtæki í eigu Trump frá því áður en hann tók við embætti forseta til þess að afla sér tengsla og velþóknun hans. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lagði nýlega fram greinargerð í öðru sambærilegu máli sem höfðað var í janúar. Þar heldur ráðuneytið því fram að það sé ekki ólöglegt fyrir fyrirtæki í eigu Trump að hagnast á viðskiptum við erlenda aðila á meðan hann er forseti. Donald Trump Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Dómsmálaráðherrar Maryland-ríkis og Columbia-svæðis í Bandaríkjunum ætla að stefna Donald Trump forseta fyrir dómstólum. Þeir saka forsetann um að rjúfa embættiseið sinn að stjórnarskráinni með því að þiggja milljónir dollara í greiðslur frá erlendum ríkisstjórnum frá því að hann tók við völdum. Forsaga málsins er sú að Trump kaus að eiga áfram fyrirtæki sín þegar hann tók við sem forseti í janúar. Synir hans tveir hafa séð um rekstur fyrirtækjanna. Dómsmálaráðherrarnir tveir, sem báðir eru demókratar, saka Trump um að hafa brotið loforð um að halda embættisfærslum sínum og viðskiptahagsmunum aðskildum.Telja fyrirtæki forsetans mega hagnast á erlendum aðilumWashington Post segir að í stefnunni segi að Trump hafi gerst sekur um fordæmalaus brot gegn stjórnarskránni og grafið undan bandarísku stjórnkerfi. Samþykki alríkisdómari að stefnan eigi rétt á sér gætu dómsmálaráðherrarnir krafist skattaskýrslna forsetans sem hann hefur fram að þessu staðfastlega neitað að gera opinberar. Grein stjórnarskrárinnar sem ráðherrarnir tveir telja Trump hafa brotið fjallar um hagnað af greiðslum frá erlendum og innlendum aðilum. Samkvæmt henni er embættismönnum bannað að hagnast á gjöfum eða greiðslum frá erlendum ríkjum. Telja þeir að Trump brjóti gegn þessu ákvæði með að eiga fyrirtæki áfram sem fái greiðslur frá erlendum ríkjum. Erindrekar erlendra ríkja eru sagðir hafa leitast við að skipta við hótel og önnur fyrirtæki í eigu Trump frá því áður en hann tók við embætti forseta til þess að afla sér tengsla og velþóknun hans. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lagði nýlega fram greinargerð í öðru sambærilegu máli sem höfðað var í janúar. Þar heldur ráðuneytið því fram að það sé ekki ólöglegt fyrir fyrirtæki í eigu Trump að hagnast á viðskiptum við erlenda aðila á meðan hann er forseti.
Donald Trump Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira