Óli Stefán: Skelfilegt að horfa upp á þetta Þór Símon Hafþórsson skrifar 9. ágúst 2017 22:30 Óli Stefán og félagar hafa ekki unnið leik síðan 9. júlí. vísir/andri marinó Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, var ekkert að skafa af hlutunum eftir tap hans manna gegn Víkingi Ó. í kvöld. Grindvíkingar fengu á sig mark strax í upphafi leiks og hreinlega óðu í færum á lokamínútunum þegar liðið hefði átt með réttu að jafna leikinn í 2-2. „Þetta er eins og að fá högg í magann. Við byrjuðum ekki vel, vorum værukærir og vorum að gefa frá okkur svo klaufaleg og barnaleg mörk að það var hreinlega skelfilegt að horfa upp á þetta,“ sagði Óli í viðtali við Vísi strax eftir leik en hann var ekki bara ósáttu við varnarleikinn en sóknarleikurinn fékk líka orð í eyra. „Við sköpum okkur fullt af færum og það er líka barnalegt hvernig við vorum að klára þau. Á meðan staðan er svona á okkur þá er bara blóðug fallbarátta framundan. Við verðum að átta okkur á því.“ Grindavík byrjaði mótið frábærlega og er með 21 stig, eða átta stigum frá fallsæti, en hann segir sú byrjun ekki gefa þeim neitt öryggi og að hann hreinlega nenni ekki að tala um fortíðina. „Mig langar ekkert að tala um fyrri umferðina. Við lifum í nútíðinni og við verðum að fara að gera okkur grein fyrir því að það bíður okkar bara barátta upp á líf og dauða.“ Hann segir eina í stöðunni fyrir liðið sé bara að halda áfram að reyna sitt besta. „Fyrst og fremst verðum við að halda áfram að reyna. Eftir svona hrinu þá liggur greinilega á okkur smá stress og við verðum bara að komast yfir hana. Við verðum að hrinda frá okkur það sem búið er og taka stöðuna eins og hún er núna.“ Mörkin tvö sem Grindavík fékk á sig í kvöld voru úr föstum leikatriðum, aukaspyrnu og víti, en Óli var mjög ósáttur með sína menn og þá sérstaklega í fyrra markinu sem kom á upphafsmínútu leiksins. „Ég var búinn að teikna byrjunina upp fyrir þá og það var ekkert sem kom á óvart. Við teiknuðum þetta upp í gær og þetta átti aldrei að fara svona. Menn þurfa að vera tilbúnir og einbeittir þegar það er búið að setja þetta upp í hendurnar á þeim.“ Enn mættu Grindvíkingar þá ekki einbeittir til leiks? „Alveg klárlega ekki. Sérstaklega þegar við fáum svona mark á okkur í byrjun sem var búið að vara þá sérstaklega við. Við verðum að taka ábyrgð á þessu því þetta er ekki nógu gott.“ Andri Rúnar, framherji Grindavíkur, vildi fá vítaspyrnu á lokamínútu leiksins en Óli vildi ekki tjá sig mikið um það. „Ég sá það ekki en það væri svo sem eftir öllu þessa daganna að það hafi farið í höndunum en ég get ekki dæmt um það.“ Hann vill þó meina að ekki vanti mikið upp á en grunnvinnuna verði að laga fyrir komandi átök. „Við spiluðum alveg nógu vel til þess að fá eitthvað út úr þessum leik, það er alveg klárt.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur Ó. - Grindavík 2-1 | Gríðarlega mikilvægur sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Grindavík, 2-1, í 14. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 9. ágúst 2017 22:15 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, var ekkert að skafa af hlutunum eftir tap hans manna gegn Víkingi Ó. í kvöld. Grindvíkingar fengu á sig mark strax í upphafi leiks og hreinlega óðu í færum á lokamínútunum þegar liðið hefði átt með réttu að jafna leikinn í 2-2. „Þetta er eins og að fá högg í magann. Við byrjuðum ekki vel, vorum værukærir og vorum að gefa frá okkur svo klaufaleg og barnaleg mörk að það var hreinlega skelfilegt að horfa upp á þetta,“ sagði Óli í viðtali við Vísi strax eftir leik en hann var ekki bara ósáttu við varnarleikinn en sóknarleikurinn fékk líka orð í eyra. „Við sköpum okkur fullt af færum og það er líka barnalegt hvernig við vorum að klára þau. Á meðan staðan er svona á okkur þá er bara blóðug fallbarátta framundan. Við verðum að átta okkur á því.“ Grindavík byrjaði mótið frábærlega og er með 21 stig, eða átta stigum frá fallsæti, en hann segir sú byrjun ekki gefa þeim neitt öryggi og að hann hreinlega nenni ekki að tala um fortíðina. „Mig langar ekkert að tala um fyrri umferðina. Við lifum í nútíðinni og við verðum að fara að gera okkur grein fyrir því að það bíður okkar bara barátta upp á líf og dauða.“ Hann segir eina í stöðunni fyrir liðið sé bara að halda áfram að reyna sitt besta. „Fyrst og fremst verðum við að halda áfram að reyna. Eftir svona hrinu þá liggur greinilega á okkur smá stress og við verðum bara að komast yfir hana. Við verðum að hrinda frá okkur það sem búið er og taka stöðuna eins og hún er núna.“ Mörkin tvö sem Grindavík fékk á sig í kvöld voru úr föstum leikatriðum, aukaspyrnu og víti, en Óli var mjög ósáttur með sína menn og þá sérstaklega í fyrra markinu sem kom á upphafsmínútu leiksins. „Ég var búinn að teikna byrjunina upp fyrir þá og það var ekkert sem kom á óvart. Við teiknuðum þetta upp í gær og þetta átti aldrei að fara svona. Menn þurfa að vera tilbúnir og einbeittir þegar það er búið að setja þetta upp í hendurnar á þeim.“ Enn mættu Grindvíkingar þá ekki einbeittir til leiks? „Alveg klárlega ekki. Sérstaklega þegar við fáum svona mark á okkur í byrjun sem var búið að vara þá sérstaklega við. Við verðum að taka ábyrgð á þessu því þetta er ekki nógu gott.“ Andri Rúnar, framherji Grindavíkur, vildi fá vítaspyrnu á lokamínútu leiksins en Óli vildi ekki tjá sig mikið um það. „Ég sá það ekki en það væri svo sem eftir öllu þessa daganna að það hafi farið í höndunum en ég get ekki dæmt um það.“ Hann vill þó meina að ekki vanti mikið upp á en grunnvinnuna verði að laga fyrir komandi átök. „Við spiluðum alveg nógu vel til þess að fá eitthvað út úr þessum leik, það er alveg klárt.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur Ó. - Grindavík 2-1 | Gríðarlega mikilvægur sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Grindavík, 2-1, í 14. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 9. ágúst 2017 22:15 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur Ó. - Grindavík 2-1 | Gríðarlega mikilvægur sigur Ólsara Víkingur Ó. vann afar mikilvægan sigur á Grindavík, 2-1, í 14. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 9. ágúst 2017 22:15