Sessions fundaði tvisvar með sendiherra Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2017 07:45 Enn eitt hneykslismálið skekur nú Washington en nú er komið í ljós að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, hitti rússneska sendiherrann í Washington, Sergey Kislyak, að minnsta kosti tvisvar á síðasta ári þegar kosningabarátta Trumps stóð yfir. Leyniþjónustur Bandaríkjanna segja að á þeim tíma þegar fundirnir fóru fram hafi tilraunir Rússlands til að hafa áhrif á kosningarnar staðið sem hæst.Sessions, sem á þeim tíma var öldungadeildarþingmaður, greindi ekki frá þessu þegar hann var yfirheyrður af þingmönnum áður en hann tók við embætti ráðherra. Það sem meira er, þá var hann spurður nákvæmlega þeirrar spurningar þegar hann mætti fyrir þingnefndina sem að lokum samþykkti hann sem ráðherra. Þá sagðist Sessions „ekki hafa átt í samskiptum við Rússland“.Washington Post greinir frá fundum Sessions og sendiherrans en sjálfur segir ráðherrann nú að þeir hafi aldrei talað um kosningabaráttuna eða Trump. Nancy Pelosi leiðtogi demókrata á þingi hefur þegar sakað ráðherrann um að ljúga undir eiðstaf og krefst þess að hann segi af sér. Fyrst eftir frétt Washington Post sendi Sessions frá sér tilkynningu þar sem hann sagðist „aldrei hafa hitt rússneska embættismenn til að ræða kosningabaráttuna.“ Þessar fregnir væru rangar. Því hefur þó ekki verið haldið fram að þeir hafi rætt kosningabaráttuna, einungis að þeir hafi fundað tvisvar sinnum.Sjá einnig: Þótti ekki hæfur í dómarasæti en er nú dómsmálaráðherra. Talskona Sessions segir hann hafa fundað með 25 sendiherrum í fyrra, vegna stöðu sinnar í hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hvíta húsið slær á svipaða strengi og segir ekkert varhugavert við fundi Sessions og Kislyak í fyrra og að um „nýjustu árás demókrata“ væri að ræða. Sem dómsmálaráðherra, er Sessions yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna og dómsmálaráðuneytinu, sem hafa verið að rannsaka meint tengsl framboðs Donald Trump við yfirvöld í Rússlandi. Sessions hefur þvertekið fyrir að víkja tímabundið til hliðar á meðan rannsókninni stendur. Demókratar segja að þessar nýjustu vendingar séu enn ein sönnun þess að stofna þurfi óháða rannsóknarnefnd til þess að komast til botns í meintum afskiptum Rússa að forsetakosningunum og aðkomu framboðs Trump. Minnst tveir repúblikanar hafa tekið undir það.Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, þurfti að segja af sér í síðasta mánuði vegna samskipta sinna við Sergey Kislyak, sendiherran rússneska. Flynn og Kislyak höfðu fundað um viðskiptaþvinganir Obama gegn Rússum, sem settar voru á vegna afskipta Rússa af kosningunum. Í ljós kom að Flynn afvegaleiddi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um fund sinn og Kislyak og sagði rangt frá fundi þeirra. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Enn eitt hneykslismálið skekur nú Washington en nú er komið í ljós að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, hitti rússneska sendiherrann í Washington, Sergey Kislyak, að minnsta kosti tvisvar á síðasta ári þegar kosningabarátta Trumps stóð yfir. Leyniþjónustur Bandaríkjanna segja að á þeim tíma þegar fundirnir fóru fram hafi tilraunir Rússlands til að hafa áhrif á kosningarnar staðið sem hæst.Sessions, sem á þeim tíma var öldungadeildarþingmaður, greindi ekki frá þessu þegar hann var yfirheyrður af þingmönnum áður en hann tók við embætti ráðherra. Það sem meira er, þá var hann spurður nákvæmlega þeirrar spurningar þegar hann mætti fyrir þingnefndina sem að lokum samþykkti hann sem ráðherra. Þá sagðist Sessions „ekki hafa átt í samskiptum við Rússland“.Washington Post greinir frá fundum Sessions og sendiherrans en sjálfur segir ráðherrann nú að þeir hafi aldrei talað um kosningabaráttuna eða Trump. Nancy Pelosi leiðtogi demókrata á þingi hefur þegar sakað ráðherrann um að ljúga undir eiðstaf og krefst þess að hann segi af sér. Fyrst eftir frétt Washington Post sendi Sessions frá sér tilkynningu þar sem hann sagðist „aldrei hafa hitt rússneska embættismenn til að ræða kosningabaráttuna.“ Þessar fregnir væru rangar. Því hefur þó ekki verið haldið fram að þeir hafi rætt kosningabaráttuna, einungis að þeir hafi fundað tvisvar sinnum.Sjá einnig: Þótti ekki hæfur í dómarasæti en er nú dómsmálaráðherra. Talskona Sessions segir hann hafa fundað með 25 sendiherrum í fyrra, vegna stöðu sinnar í hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hvíta húsið slær á svipaða strengi og segir ekkert varhugavert við fundi Sessions og Kislyak í fyrra og að um „nýjustu árás demókrata“ væri að ræða. Sem dómsmálaráðherra, er Sessions yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna og dómsmálaráðuneytinu, sem hafa verið að rannsaka meint tengsl framboðs Donald Trump við yfirvöld í Rússlandi. Sessions hefur þvertekið fyrir að víkja tímabundið til hliðar á meðan rannsókninni stendur. Demókratar segja að þessar nýjustu vendingar séu enn ein sönnun þess að stofna þurfi óháða rannsóknarnefnd til þess að komast til botns í meintum afskiptum Rússa að forsetakosningunum og aðkomu framboðs Trump. Minnst tveir repúblikanar hafa tekið undir það.Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, þurfti að segja af sér í síðasta mánuði vegna samskipta sinna við Sergey Kislyak, sendiherran rússneska. Flynn og Kislyak höfðu fundað um viðskiptaþvinganir Obama gegn Rússum, sem settar voru á vegna afskipta Rússa af kosningunum. Í ljós kom að Flynn afvegaleiddi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um fund sinn og Kislyak og sagði rangt frá fundi þeirra. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira