Coutinho viðurkennir við vini sína að kveðjuorð Klopp séu nú hans sannleikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 18:00 Philippe Coutinho hlustaði ekki á Jürgen Klopp og vildi fara frá Liverpool. Hann sér eftir því í dag. Getty/ Catherine Ivill Philippe Coutinho gerði allt til þess að komast frá Liverpool til Barcelona en nú hefur heimur þessa brasilíska fótboltamanns gjörbreyst. Hann er ekki lengur einn af eftirsóttustu leikmönnum heims. Philippe Coutinho er enn í eigu Barcelona en var á láni hjá þýska liðinu Bayern München á þessari leiktíð. Philippe Coutinho og Jürgen Klopp á góðri stundu.Getty/ Jan Kruger Nú vill Barcelona losna við hann, Bayern München vill ekki hafa hann áfram á láni og allt lítur út fyrir að Coutinho endi aftur í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki með Liverpool liðinu sem hefur víst engan áhuga á því að fá hann aftur. Það eru líka ekki mörg félög sem hafa efni á honum. Það mun kosta örugglega yfir 120 milljónir pund að kaupa Coutinho frá Barcelona og þá kostaði það Bayern átta milljónir punda að fá hann á láni auk þess að þurfa borga honum 250 þúsund pund í laun á viku. Coutinho hefur verið orðaður við bæði Manchester United og Tottenham en hvorugt mun spenna bogann of mikið til að tryggja sér þjónustu hans. Jurgen Klopp's prediction was right all along - and Philippe Coutinho's private message to friends proves it https://t.co/hLkQqaxY7c pic.twitter.com/jwBY3PIJDt— Mirror Football (@MirrorFootball) March 31, 2020 Philippe Coutinho hefur nú áttað sig á því og viðurkennt að hann gerði mistök þegar hann yfirgaf Liverpool fyrir rúmum tveimur árum síðan. Philippe Coutinho var stærsta stjarna Liverpool í janúar 2018 þegar Barcelona bankaði á dyrnar og Coutinho fór ekki felur með það að hann vildi komast til spænska stórliðsins.Nú væri hann mikið meira en til að snúa aftur á Anfield en Mirror Sport segir að Liverpool hafi ekki áhuga á að fá hann til baka. Kostnaðurinn á örugglega mestan þátt í því. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, reyndi á sínum tíma að sannfæra hann um að vera áfram hjá Liverpool sem hafði þá ekki unnið til undir stjórn þýska stjórans. Jurgen Klopp and Michael Edwards held talks last summer about bringing Philippe Coutinho to Anfield on loan, but Barcelona wanting them to pay an £8m loan fee and his £250k a week wages put a stop to any deal, even though Klopp and Coutinho have a great relationship. [The Mirror] pic.twitter.com/xN5HoD7xgj— Anfield Edition (@AnfieldEdition) March 28, 2020 Philippe Coutinho var elskaður og dáður á Anfield en menn voru fljótir eiginlega að gleyma honum eftir frábært gengi Liverpool liðsins eftir að hann fór. Nú viðurkennir hann við vini sína að kveðjuorð Jürgen Klopp séu nú orðin hans sannleikur. „Vertu áfram hérna og þau munu enda á því að reisa styttu af þér. Farðu eitthvert annað, til Barcelona, til Bayern München, til Real Madrid og þú verður bara eins og hver annar leikmaður. Hérna getur þú orðið eitthvað meira,“ sagði Klopp við hann. Það dugði ekki til. Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira
Philippe Coutinho gerði allt til þess að komast frá Liverpool til Barcelona en nú hefur heimur þessa brasilíska fótboltamanns gjörbreyst. Hann er ekki lengur einn af eftirsóttustu leikmönnum heims. Philippe Coutinho er enn í eigu Barcelona en var á láni hjá þýska liðinu Bayern München á þessari leiktíð. Philippe Coutinho og Jürgen Klopp á góðri stundu.Getty/ Jan Kruger Nú vill Barcelona losna við hann, Bayern München vill ekki hafa hann áfram á láni og allt lítur út fyrir að Coutinho endi aftur í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki með Liverpool liðinu sem hefur víst engan áhuga á því að fá hann aftur. Það eru líka ekki mörg félög sem hafa efni á honum. Það mun kosta örugglega yfir 120 milljónir pund að kaupa Coutinho frá Barcelona og þá kostaði það Bayern átta milljónir punda að fá hann á láni auk þess að þurfa borga honum 250 þúsund pund í laun á viku. Coutinho hefur verið orðaður við bæði Manchester United og Tottenham en hvorugt mun spenna bogann of mikið til að tryggja sér þjónustu hans. Jurgen Klopp's prediction was right all along - and Philippe Coutinho's private message to friends proves it https://t.co/hLkQqaxY7c pic.twitter.com/jwBY3PIJDt— Mirror Football (@MirrorFootball) March 31, 2020 Philippe Coutinho hefur nú áttað sig á því og viðurkennt að hann gerði mistök þegar hann yfirgaf Liverpool fyrir rúmum tveimur árum síðan. Philippe Coutinho var stærsta stjarna Liverpool í janúar 2018 þegar Barcelona bankaði á dyrnar og Coutinho fór ekki felur með það að hann vildi komast til spænska stórliðsins.Nú væri hann mikið meira en til að snúa aftur á Anfield en Mirror Sport segir að Liverpool hafi ekki áhuga á að fá hann til baka. Kostnaðurinn á örugglega mestan þátt í því. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, reyndi á sínum tíma að sannfæra hann um að vera áfram hjá Liverpool sem hafði þá ekki unnið til undir stjórn þýska stjórans. Jurgen Klopp and Michael Edwards held talks last summer about bringing Philippe Coutinho to Anfield on loan, but Barcelona wanting them to pay an £8m loan fee and his £250k a week wages put a stop to any deal, even though Klopp and Coutinho have a great relationship. [The Mirror] pic.twitter.com/xN5HoD7xgj— Anfield Edition (@AnfieldEdition) March 28, 2020 Philippe Coutinho var elskaður og dáður á Anfield en menn voru fljótir eiginlega að gleyma honum eftir frábært gengi Liverpool liðsins eftir að hann fór. Nú viðurkennir hann við vini sína að kveðjuorð Jürgen Klopp séu nú orðin hans sannleikur. „Vertu áfram hérna og þau munu enda á því að reisa styttu af þér. Farðu eitthvert annað, til Barcelona, til Bayern München, til Real Madrid og þú verður bara eins og hver annar leikmaður. Hérna getur þú orðið eitthvað meira,“ sagði Klopp við hann. Það dugði ekki til.
Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira