Íslenski boltinn

Leikmaður Vals með kórónuveiruna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir kom til Vals í vetur.
Birkir kom til Vals í vetur. mynd/valur

Birkir Heimisson, leikmaður Vals í Pepsi Max-deild karla í fótbolta, er með kórónuveiruna. Hann greinir frá þessu í viðtali við Fótbolta.net.

Birkir er eini leikmaðurinn í Pepsi Max-deildinni sem vitað er að sé með kórónuveiruna. Hann greindist með hana í gær.

„Ég var rúmliggjandi í síðustu viku, miklir beinverkir, hiti, höfuðverkur og kvef. Það er ekki búið að finna hvar ég smitaðist en næstu skref eru einangrun í 14 daga,“ sagði Birkir við Fótbolta.net í dag.

Birkir, sem er tvítugur, gekk í raðir Vals frá Heerenveen í Hollandi í vetur. Hann er uppalinn hjá Þór á Akureyri og lék sex leiki með liðinu í 1. deildinni 2016.

Birkir var fyrsti leikmaðurinn sem Heimir Guðjónsson, nýr þjálfari Vals, fékk til félagsins.

Hann hefur leikið 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×