Fordæma vopnabrölt nágranna sinna í ljósi heimsfaraldurs Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2020 08:56 Hér má sjá nýja vopnakerfið sem notað var til að skjóta tveimur eldflaugum á loft á aðfaranótt sunnudagsins síðastliðna. AP/KCNA Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur fordæmt nýjustu eldflaugatilraunir Norður-Kóreu. Her Norður-Kóreu skaut um helgina nýrri tegund eldflauga á haf út úr nýrri gerð skotpalla sem tilheyrir vopnafjölskyldu sem forsvarsmenn einræðisríkisins kalla „risa stórir eldflaugaskotpallar“. Tveimur eldflaugum var skotið á haf út aðfaranótt sunnudagsins og var það fjórða eldflaugatilraun Norður-Kóreu í þessum mánuði. Í Suður-Kóreu var gefin út yfirlýsing þar sem eldflaugaskotin og ógnunartilburðir Norður-Kóreu voru fordæmd. Sérstaklega með hliðsjón af því að heimsfaraldur stendur nú yfir. Ríkisstjórn Kim Jong Un hefur haldið því fram að ekkert smit hafi komið upp í Norður-Kóreu, en sérfræðingar efast verulega um það. Kóreumenn opinberuðu í síðustu viku að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði sent bréf til Kim og boðið honum aðstoð gegn nýju kórónuveirunni. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir þó að því boði hafi ekki verið svarað. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu er hér sagður fylgjast með heræfingu.AP/KCNA Viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins hafa í raun ekki verið virkar um langt skeið eða síðan upp úr slitnaði á fundi Trump og Kim í Hanoi í fyrra. Það var annar fundur þeirra. Fyrsti fundur þeirra var í Singapúr árið 2018. Þá skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag varðandi kjarnorkuvopn sem Trump sagði þýða að Norður-Kórea myndi á endanum láta vopn sína af hendi. Norður-Kóreumenn sögðu það tákna að Bandaríkin ættu að flytja öll kjarnorkuvopn sín af svæðinu. Kim sagði á fundi flokks síns í lok síðasta árs að hann myndi aldrei láta vopn sína af hendi á meðan Bandaríkin héldu „óvinveittri“ stefnu þeirra gagnvart Norður-Kóreu til streitu. Kim vill losna við allar refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu, áður en frekari viðræður eiga sér stað en það þvertaka Bandaríkin fyrir og segja þörf á aðgerðum frá Kim. Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur fordæmt nýjustu eldflaugatilraunir Norður-Kóreu. Her Norður-Kóreu skaut um helgina nýrri tegund eldflauga á haf út úr nýrri gerð skotpalla sem tilheyrir vopnafjölskyldu sem forsvarsmenn einræðisríkisins kalla „risa stórir eldflaugaskotpallar“. Tveimur eldflaugum var skotið á haf út aðfaranótt sunnudagsins og var það fjórða eldflaugatilraun Norður-Kóreu í þessum mánuði. Í Suður-Kóreu var gefin út yfirlýsing þar sem eldflaugaskotin og ógnunartilburðir Norður-Kóreu voru fordæmd. Sérstaklega með hliðsjón af því að heimsfaraldur stendur nú yfir. Ríkisstjórn Kim Jong Un hefur haldið því fram að ekkert smit hafi komið upp í Norður-Kóreu, en sérfræðingar efast verulega um það. Kóreumenn opinberuðu í síðustu viku að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði sent bréf til Kim og boðið honum aðstoð gegn nýju kórónuveirunni. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir þó að því boði hafi ekki verið svarað. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu er hér sagður fylgjast með heræfingu.AP/KCNA Viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins hafa í raun ekki verið virkar um langt skeið eða síðan upp úr slitnaði á fundi Trump og Kim í Hanoi í fyrra. Það var annar fundur þeirra. Fyrsti fundur þeirra var í Singapúr árið 2018. Þá skrifuðu þeir undir óljóst samkomulag varðandi kjarnorkuvopn sem Trump sagði þýða að Norður-Kórea myndi á endanum láta vopn sína af hendi. Norður-Kóreumenn sögðu það tákna að Bandaríkin ættu að flytja öll kjarnorkuvopn sín af svæðinu. Kim sagði á fundi flokks síns í lok síðasta árs að hann myndi aldrei láta vopn sína af hendi á meðan Bandaríkin héldu „óvinveittri“ stefnu þeirra gagnvart Norður-Kóreu til streitu. Kim vill losna við allar refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu, áður en frekari viðræður eiga sér stað en það þvertaka Bandaríkin fyrir og segja þörf á aðgerðum frá Kim.
Norður-Kórea Bandaríkin Suður-Kórea Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira