Erlent

Merkel þakkar Þjóðverjum en ekki verður slakað á aðgerðum

Andri Eysteinsson skrifar
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Getty/Sean Gallup

Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir Þjóðverja hafa tekið vel í reglur sem settar voru til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Merkel sem heldur úti vikulegu hlaðvarpi þakkaði þjóð sinni fyrir viðbrögðin. 

„Þegar ég sé hvernig nær allir hafa breytt háttum sínum, hvernig allir komast hjá óþarfa snertingum vegna þess að það kann að auka líkurnar á smiti. Þá vil ég einfaldlega þakka ykkur frá dýpstu hjartarótum,“ sagði Merkel.

Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Þýskalandi eru nú 48.582 talsins samkvæmt tölum Robert Koch stofnunarinnar í smitsjúkdómum en Reuters styðst við þær tölur. Þar kemur einnig fram að 325 Þjóðverjar hafi látist af völdum COVID-19 sjúkdómsins.

Aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur sett af stað eru á þá leið að skólum, verslunum, veitingastöðum og íþróttamannvirkjum hefur verið lokað. Starfsmannastjóri Kanslarans, Helge Braun, segir að ekki verði slakað á aðgerðunum fyrr en 20. apríl næstkomandi, í fyrsta lagi. Þrátt fyrir gagnrýnisraddir sem segja þýska hagkerfið lamast vegna aðgerðanna.

Í hlaðvarpi sínu sagði Kanslarinn að Þjóðverjar þyrftu að sýna þolinmæði, tölur um ný smit gefi enga ástæðu til að slaka á. „Tala nýrra smita tvöfaldast á fimm og hálfum degi, tvöföldunin verður að vera að minnsta kosti á tíu daga fresti til þess að sliga ekki heilbrigðiskerfið,“ sagði Merkel.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×