Íslenski boltinn

Jankó þiggur ekki laun hjá Grindavík í mánuð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fáir hafa haft jafn mikil áhrif á fótboltann í Grindavík og Milan Stefán Jankovic.
Fáir hafa haft jafn mikil áhrif á fótboltann í Grindavík og Milan Stefán Jankovic. mynd/grindavík

Milan Stefán Jankovic, yfirmaður knattspyrnumála hjá Grindavík, ætlar ekki að þiggja laun frá félaginu 15. mars til 15. apríl.

Starfsemi íslenskra íþróttafélaga liggur niðri þessa dagana vegna samkomubannsins sem var sett á vegna kórónuveirufaraldursins. Því eru engin verkefni fyrir þjálfara og leikmenn liðanna. 

Á meðan þessu stendur afþakkar Milan Stefán, eða Jankó eins og hann er jafnan kallaður, laun frá Grindavík.

Í tilkynningu á Facebook-síðu knattspyrnudeildar Grindavíkur kemur fram að Jankó hafi haft samband við félagið að fyrra bragði og sagt að hann ætlaði ekki að þiggja laun á tímabilinu 15. mars til 15. apríl. Með þessu vilji hann gefa til baka til félagsins sem hafi hjálpað honum svo mikið.

Jankó hefur verið viðloðandi fótboltann í Grindavík í um aldarfjórðung, fyrst sem leikmaður og svo þjálfari.


Tengdar fréttir

Gefur eftir helming launa sinna

Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa eftir hluta af launum sínum sem þjálfari liðsins en mörg lið róa lífróður þessa daganna vegna ástandsins sem upp er komin vegna kórónuveirunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.