Gefur eftir helming launa sinna Anton Ingi Leifsson skrifar 24. mars 2020 19:00 Mikael Nikulásson er þjálfari Njarðvíkur sem og spekingur í hlaðvarpsþættinum vinsæla Dr. Football. vísir/skjáskot Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa eftir hluta af launum sínum sem þjálfari liðsins en mörg lið róa lífróður þessa daganna vegna ástandsins sem upp er komin vegna kórónuveirunnar. Mikael tilkynnti þetta í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær en Kjartan Atli Kjartansson hitti Mikael í dag þar sem hann fór yfir ákvörðun Mikaels. Innslagið var svo sýnt í Sportið í dag. „Ég tel það mína skyldu. Við erum ekki búnir að æfa í rúma viku og ég sé ekki fram á að fyrsta æfing verði fyrr en í fyrsta lagi 15. apríl. Vonandi þá. Á þessum mánuði er ég ekki að fara á neinar æfingar. Ég set upp prógram fyrir strákana og þarf ekki að keyra til Keflavíkur og er ekkert að æfa frekar en aðrir,“ sagði Mikael í þætti dagsins. Klippa: Sportið í dag: Mikael gefur eftir laun „Það er hart í ári hjá öllum liðum og ég legg mitt að mörkum að reyna halda þeim leikmönnum sem við erum búnir að semja við fyrir tímabilið. Við erum með tvo útlendinga sem kosta. Ég vil halda þeim og ég gef eftir helminginn af laununum mínum í mars og væntanlega apríl líka.“ En hvetur Mikael aðra leikmenn og þjálfara til að gera slíkt hið sama? „Ég held að margir leikmenn og þjálfarar hafa tök á því og ef menn hafa tök á því þá tel ég að þeir eigi að gera það. Það hjálpar til í öllum rekstrinum og það gefur gott inn í klúbbinn og leikmannahópinn að menn séu að sína samstöðu.“ „Það kostar að reka þetta og það er lítið til hjá mörgum og verður væntanlega minna. Ég myndi telja að menn ættu að fara að þessu fordæmi ef menn virkilega geta það. Ef hver og einn myndi gefa eitthvað smotterí af laununum sínum, eins og í stóru liðunum í efstu deild, þá myndi það hjálpa heilmikið og gera félögin sterkari.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Handbolti Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira
Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa eftir hluta af launum sínum sem þjálfari liðsins en mörg lið róa lífróður þessa daganna vegna ástandsins sem upp er komin vegna kórónuveirunnar. Mikael tilkynnti þetta í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær en Kjartan Atli Kjartansson hitti Mikael í dag þar sem hann fór yfir ákvörðun Mikaels. Innslagið var svo sýnt í Sportið í dag. „Ég tel það mína skyldu. Við erum ekki búnir að æfa í rúma viku og ég sé ekki fram á að fyrsta æfing verði fyrr en í fyrsta lagi 15. apríl. Vonandi þá. Á þessum mánuði er ég ekki að fara á neinar æfingar. Ég set upp prógram fyrir strákana og þarf ekki að keyra til Keflavíkur og er ekkert að æfa frekar en aðrir,“ sagði Mikael í þætti dagsins. Klippa: Sportið í dag: Mikael gefur eftir laun „Það er hart í ári hjá öllum liðum og ég legg mitt að mörkum að reyna halda þeim leikmönnum sem við erum búnir að semja við fyrir tímabilið. Við erum með tvo útlendinga sem kosta. Ég vil halda þeim og ég gef eftir helminginn af laununum mínum í mars og væntanlega apríl líka.“ En hvetur Mikael aðra leikmenn og þjálfara til að gera slíkt hið sama? „Ég held að margir leikmenn og þjálfarar hafa tök á því og ef menn hafa tök á því þá tel ég að þeir eigi að gera það. Það hjálpar til í öllum rekstrinum og það gefur gott inn í klúbbinn og leikmannahópinn að menn séu að sína samstöðu.“ „Það kostar að reka þetta og það er lítið til hjá mörgum og verður væntanlega minna. Ég myndi telja að menn ættu að fara að þessu fordæmi ef menn virkilega geta það. Ef hver og einn myndi gefa eitthvað smotterí af laununum sínum, eins og í stóru liðunum í efstu deild, þá myndi það hjálpa heilmikið og gera félögin sterkari.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjanesbær Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Handbolti Fleiri fréttir Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjá meira