Telja fótboltasamfélagið í afneitun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. mars 2020 16:15 Mögulega verður ekkert leikið í Englandi fyrr en næsta haust. Mike Egerton/PA Images/Getty Images Enski íþróttafréttamennirnir Oliver Holt og Henry Winter telja fótboltasamfélagið á Englandi, og raunar allri Evrópu, vera í afneitun varðandi kórónuveiruna og hvenær hægt sé að hefja leik á ný í stærstu deildum álfunnar. Þeir kollegar voru gestir í Sunday Supplement þættinum á Sky Sport fyrr í dag. Þar segir Holt meðal annars að fótboltasamfélagið á Englandi sé í afneitun með það sem er í gangi í heiminum um þessar mundir. „Ég held að almenningi finnist þær dagsetningar sem hafa verið gefnar upp vera móðgandi,“ segir Holt varðandi það deildarkeppnin á Englandi eigi að hefjast á ný þann 4. apríl. Ef sú dagsetning stendur ætti að vera hægt að ljúka öllum keppnum þann 30. júní. Það telur Holt fráleitt. „Samkvæmt öllum rannsóknum eigum við eftir að sjá aukningu í fjölda smitaðra svo það er út í hött að við séum nú þegar farin að velta fyrir okkur hvenær leikmenn geti snúið aftur til æfinga.“ „Leikmenn eru manneskjur líka, þeir eiga fjölskyldur, ættingja sem eru komnir til ára sinna og þurfa að vera öruggir. Við höldum að fótboltamenn séu ónæmir vegna peninganna sem þeir þéna en þeir eru að glíma við sömu vandamál og við hin,“ segir Holt. Að lokum snertir Holt á þeirri umræðu sem hefur átt sér stað varðandi að spila leiki án áhorfenda. „Það virðist sem fólk sé að reyna viðhalda góðum móral en í sannleika sagt eru hugmyndirnar um að spila fyrir luktum dyrum aldrei að fara eiga sér stað. Tímaramminn er nær því að vera einhverjir mánuðir heldur en nokkrir dagar,“ sagði Holt að lokum. Henry Winter, íþróttafréttamaður hjá The Times, tekur undir að sem Holt sagði. Segir hann bjartsýni ráði ríkjum hjá þeim sem telji að öllum helstu deildum Evrópu verði lokið þann 30. júní. „Ég þekki aðila sem vinnur fyrir bresku heilbrigðisþjónustuna (NHS) og hann telur það gífurlega bjartsýni að það verði eitthvað spilað fyrr en í október,“ segir Winter að lokum. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Enski íþróttafréttamennirnir Oliver Holt og Henry Winter telja fótboltasamfélagið á Englandi, og raunar allri Evrópu, vera í afneitun varðandi kórónuveiruna og hvenær hægt sé að hefja leik á ný í stærstu deildum álfunnar. Þeir kollegar voru gestir í Sunday Supplement þættinum á Sky Sport fyrr í dag. Þar segir Holt meðal annars að fótboltasamfélagið á Englandi sé í afneitun með það sem er í gangi í heiminum um þessar mundir. „Ég held að almenningi finnist þær dagsetningar sem hafa verið gefnar upp vera móðgandi,“ segir Holt varðandi það deildarkeppnin á Englandi eigi að hefjast á ný þann 4. apríl. Ef sú dagsetning stendur ætti að vera hægt að ljúka öllum keppnum þann 30. júní. Það telur Holt fráleitt. „Samkvæmt öllum rannsóknum eigum við eftir að sjá aukningu í fjölda smitaðra svo það er út í hött að við séum nú þegar farin að velta fyrir okkur hvenær leikmenn geti snúið aftur til æfinga.“ „Leikmenn eru manneskjur líka, þeir eiga fjölskyldur, ættingja sem eru komnir til ára sinna og þurfa að vera öruggir. Við höldum að fótboltamenn séu ónæmir vegna peninganna sem þeir þéna en þeir eru að glíma við sömu vandamál og við hin,“ segir Holt. Að lokum snertir Holt á þeirri umræðu sem hefur átt sér stað varðandi að spila leiki án áhorfenda. „Það virðist sem fólk sé að reyna viðhalda góðum móral en í sannleika sagt eru hugmyndirnar um að spila fyrir luktum dyrum aldrei að fara eiga sér stað. Tímaramminn er nær því að vera einhverjir mánuðir heldur en nokkrir dagar,“ sagði Holt að lokum. Henry Winter, íþróttafréttamaður hjá The Times, tekur undir að sem Holt sagði. Segir hann bjartsýni ráði ríkjum hjá þeim sem telji að öllum helstu deildum Evrópu verði lokið þann 30. júní. „Ég þekki aðila sem vinnur fyrir bresku heilbrigðisþjónustuna (NHS) og hann telur það gífurlega bjartsýni að það verði eitthvað spilað fyrr en í október,“ segir Winter að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira