Dollan endar í Liverpool en hvaða lið falla? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 14:45 Klopp er við það að binda endi á 30 ára þurrkatímabil Liverpool. Max Maiwald/Getty Images Öllum leikjum í stærstu deildum Evrópu hefur verið frestað þangað til 30. apríl, sem stendur. Það þýðir að við þurfum að bíða með að sjá hvaða lið landa deildarmeistara- sem og Evróputitlum. Vefsíðan Euro Club Index hefur hins vegar klárað deildirnar með því að nota tölfræði tímabilsins til þessa. Þannig var spáð fyrir um þá leiki sem eftir voru. With the 2019-20 football season suspended across Europe, we've enlisted the help of some data experts to see how it might pan out.Find out more: https://t.co/WJHTEpfl32 pic.twitter.com/Oy0pl8pfQ1— BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2020 Nema að Karen Brady, varaformaður West Ham United, fái ósk sína uppfyllta og leiktímabilið verði ógilt þá er ekkert að fara stöðva Liverpool í því að ná í sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 30 ár. Sem stendur er liðið með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og aðeins 30 stig eru eftir í pottinum. Ef að spádómurinn gengur eftir mun Liverpool landa þeim titli sem og að liðið mun setja stigamet. Spáð er því að Liverpool nái 102 stigum eða tveimur meira en Manchester City gerði tímabilið 2017-2018. Þegar kemur að sigurvegurum í helstu deildum Evrópu er lítið óvænt á boðstólnum. Meira en 80% líkur eru á því að Bayern Munich vinni enn einn titilinn í Þýskalandi. Þá mun Juventus landa sínum níunda Ítalíumeistaratitli í röð og ekkert fær stöðvað Paris Saint-Germain í Frakklandi. Helsta spennan væri á Spáni en 74% líkur eru þó á því að Börsungar landi titlinum þar í landi. Mesta spennan á Englandi felst í því hvaða lið falla úr úrvalsdeildinni og hvaða lið ná Meistaradeildarsæti. Standi bann Manchester City þá munu nágrannar þeirra í United landa síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í keppni þeirra bestu. Ef bannið gildir hins vegar ekki eða það mun taka lengri tíma að staðfesta það munu lærisveinar Ole Gunnar Solskjær þurfa að eyða annarri leiktíð í að spila eingöngu á fimmtudögum og sunnudögum þar sem þeir munu taka þátt í Evrópudeildinni. Þegar kemur að falli úr ensku úrvalsdeildinni virðist sem nýliðar Norwich City séu dauðadæmdir. Aston Villa, sem komst einnig upp síðasta vor, munu samkvæmt spánni hljóta sömu örlög og Norwich. Þá virðist sem gott gengi Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni sé endanlega lokið en liðinu hefur gengið afleitlega á þessari leiktíð og virðist sem dvöl þeirra í efstu deild sé lokið. Það var BBC sem tók saman fyrr í dag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Sjá meira
Öllum leikjum í stærstu deildum Evrópu hefur verið frestað þangað til 30. apríl, sem stendur. Það þýðir að við þurfum að bíða með að sjá hvaða lið landa deildarmeistara- sem og Evróputitlum. Vefsíðan Euro Club Index hefur hins vegar klárað deildirnar með því að nota tölfræði tímabilsins til þessa. Þannig var spáð fyrir um þá leiki sem eftir voru. With the 2019-20 football season suspended across Europe, we've enlisted the help of some data experts to see how it might pan out.Find out more: https://t.co/WJHTEpfl32 pic.twitter.com/Oy0pl8pfQ1— BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2020 Nema að Karen Brady, varaformaður West Ham United, fái ósk sína uppfyllta og leiktímabilið verði ógilt þá er ekkert að fara stöðva Liverpool í því að ná í sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 30 ár. Sem stendur er liðið með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og aðeins 30 stig eru eftir í pottinum. Ef að spádómurinn gengur eftir mun Liverpool landa þeim titli sem og að liðið mun setja stigamet. Spáð er því að Liverpool nái 102 stigum eða tveimur meira en Manchester City gerði tímabilið 2017-2018. Þegar kemur að sigurvegurum í helstu deildum Evrópu er lítið óvænt á boðstólnum. Meira en 80% líkur eru á því að Bayern Munich vinni enn einn titilinn í Þýskalandi. Þá mun Juventus landa sínum níunda Ítalíumeistaratitli í röð og ekkert fær stöðvað Paris Saint-Germain í Frakklandi. Helsta spennan væri á Spáni en 74% líkur eru þó á því að Börsungar landi titlinum þar í landi. Mesta spennan á Englandi felst í því hvaða lið falla úr úrvalsdeildinni og hvaða lið ná Meistaradeildarsæti. Standi bann Manchester City þá munu nágrannar þeirra í United landa síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í keppni þeirra bestu. Ef bannið gildir hins vegar ekki eða það mun taka lengri tíma að staðfesta það munu lærisveinar Ole Gunnar Solskjær þurfa að eyða annarri leiktíð í að spila eingöngu á fimmtudögum og sunnudögum þar sem þeir munu taka þátt í Evrópudeildinni. Þegar kemur að falli úr ensku úrvalsdeildinni virðist sem nýliðar Norwich City séu dauðadæmdir. Aston Villa, sem komst einnig upp síðasta vor, munu samkvæmt spánni hljóta sömu örlög og Norwich. Þá virðist sem gott gengi Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni sé endanlega lokið en liðinu hefur gengið afleitlega á þessari leiktíð og virðist sem dvöl þeirra í efstu deild sé lokið. Það var BBC sem tók saman fyrr í dag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann