Dollan endar í Liverpool en hvaða lið falla? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 14:45 Klopp er við það að binda endi á 30 ára þurrkatímabil Liverpool. Max Maiwald/Getty Images Öllum leikjum í stærstu deildum Evrópu hefur verið frestað þangað til 30. apríl, sem stendur. Það þýðir að við þurfum að bíða með að sjá hvaða lið landa deildarmeistara- sem og Evróputitlum. Vefsíðan Euro Club Index hefur hins vegar klárað deildirnar með því að nota tölfræði tímabilsins til þessa. Þannig var spáð fyrir um þá leiki sem eftir voru. With the 2019-20 football season suspended across Europe, we've enlisted the help of some data experts to see how it might pan out.Find out more: https://t.co/WJHTEpfl32 pic.twitter.com/Oy0pl8pfQ1— BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2020 Nema að Karen Brady, varaformaður West Ham United, fái ósk sína uppfyllta og leiktímabilið verði ógilt þá er ekkert að fara stöðva Liverpool í því að ná í sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 30 ár. Sem stendur er liðið með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og aðeins 30 stig eru eftir í pottinum. Ef að spádómurinn gengur eftir mun Liverpool landa þeim titli sem og að liðið mun setja stigamet. Spáð er því að Liverpool nái 102 stigum eða tveimur meira en Manchester City gerði tímabilið 2017-2018. Þegar kemur að sigurvegurum í helstu deildum Evrópu er lítið óvænt á boðstólnum. Meira en 80% líkur eru á því að Bayern Munich vinni enn einn titilinn í Þýskalandi. Þá mun Juventus landa sínum níunda Ítalíumeistaratitli í röð og ekkert fær stöðvað Paris Saint-Germain í Frakklandi. Helsta spennan væri á Spáni en 74% líkur eru þó á því að Börsungar landi titlinum þar í landi. Mesta spennan á Englandi felst í því hvaða lið falla úr úrvalsdeildinni og hvaða lið ná Meistaradeildarsæti. Standi bann Manchester City þá munu nágrannar þeirra í United landa síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í keppni þeirra bestu. Ef bannið gildir hins vegar ekki eða það mun taka lengri tíma að staðfesta það munu lærisveinar Ole Gunnar Solskjær þurfa að eyða annarri leiktíð í að spila eingöngu á fimmtudögum og sunnudögum þar sem þeir munu taka þátt í Evrópudeildinni. Þegar kemur að falli úr ensku úrvalsdeildinni virðist sem nýliðar Norwich City séu dauðadæmdir. Aston Villa, sem komst einnig upp síðasta vor, munu samkvæmt spánni hljóta sömu örlög og Norwich. Þá virðist sem gott gengi Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni sé endanlega lokið en liðinu hefur gengið afleitlega á þessari leiktíð og virðist sem dvöl þeirra í efstu deild sé lokið. Það var BBC sem tók saman fyrr í dag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Öllum leikjum í stærstu deildum Evrópu hefur verið frestað þangað til 30. apríl, sem stendur. Það þýðir að við þurfum að bíða með að sjá hvaða lið landa deildarmeistara- sem og Evróputitlum. Vefsíðan Euro Club Index hefur hins vegar klárað deildirnar með því að nota tölfræði tímabilsins til þessa. Þannig var spáð fyrir um þá leiki sem eftir voru. With the 2019-20 football season suspended across Europe, we've enlisted the help of some data experts to see how it might pan out.Find out more: https://t.co/WJHTEpfl32 pic.twitter.com/Oy0pl8pfQ1— BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2020 Nema að Karen Brady, varaformaður West Ham United, fái ósk sína uppfyllta og leiktímabilið verði ógilt þá er ekkert að fara stöðva Liverpool í því að ná í sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 30 ár. Sem stendur er liðið með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og aðeins 30 stig eru eftir í pottinum. Ef að spádómurinn gengur eftir mun Liverpool landa þeim titli sem og að liðið mun setja stigamet. Spáð er því að Liverpool nái 102 stigum eða tveimur meira en Manchester City gerði tímabilið 2017-2018. Þegar kemur að sigurvegurum í helstu deildum Evrópu er lítið óvænt á boðstólnum. Meira en 80% líkur eru á því að Bayern Munich vinni enn einn titilinn í Þýskalandi. Þá mun Juventus landa sínum níunda Ítalíumeistaratitli í röð og ekkert fær stöðvað Paris Saint-Germain í Frakklandi. Helsta spennan væri á Spáni en 74% líkur eru þó á því að Börsungar landi titlinum þar í landi. Mesta spennan á Englandi felst í því hvaða lið falla úr úrvalsdeildinni og hvaða lið ná Meistaradeildarsæti. Standi bann Manchester City þá munu nágrannar þeirra í United landa síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í keppni þeirra bestu. Ef bannið gildir hins vegar ekki eða það mun taka lengri tíma að staðfesta það munu lærisveinar Ole Gunnar Solskjær þurfa að eyða annarri leiktíð í að spila eingöngu á fimmtudögum og sunnudögum þar sem þeir munu taka þátt í Evrópudeildinni. Þegar kemur að falli úr ensku úrvalsdeildinni virðist sem nýliðar Norwich City séu dauðadæmdir. Aston Villa, sem komst einnig upp síðasta vor, munu samkvæmt spánni hljóta sömu örlög og Norwich. Þá virðist sem gott gengi Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni sé endanlega lokið en liðinu hefur gengið afleitlega á þessari leiktíð og virðist sem dvöl þeirra í efstu deild sé lokið. Það var BBC sem tók saman fyrr í dag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira