Dollan endar í Liverpool en hvaða lið falla? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 14:45 Klopp er við það að binda endi á 30 ára þurrkatímabil Liverpool. Max Maiwald/Getty Images Öllum leikjum í stærstu deildum Evrópu hefur verið frestað þangað til 30. apríl, sem stendur. Það þýðir að við þurfum að bíða með að sjá hvaða lið landa deildarmeistara- sem og Evróputitlum. Vefsíðan Euro Club Index hefur hins vegar klárað deildirnar með því að nota tölfræði tímabilsins til þessa. Þannig var spáð fyrir um þá leiki sem eftir voru. With the 2019-20 football season suspended across Europe, we've enlisted the help of some data experts to see how it might pan out.Find out more: https://t.co/WJHTEpfl32 pic.twitter.com/Oy0pl8pfQ1— BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2020 Nema að Karen Brady, varaformaður West Ham United, fái ósk sína uppfyllta og leiktímabilið verði ógilt þá er ekkert að fara stöðva Liverpool í því að ná í sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 30 ár. Sem stendur er liðið með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og aðeins 30 stig eru eftir í pottinum. Ef að spádómurinn gengur eftir mun Liverpool landa þeim titli sem og að liðið mun setja stigamet. Spáð er því að Liverpool nái 102 stigum eða tveimur meira en Manchester City gerði tímabilið 2017-2018. Þegar kemur að sigurvegurum í helstu deildum Evrópu er lítið óvænt á boðstólnum. Meira en 80% líkur eru á því að Bayern Munich vinni enn einn titilinn í Þýskalandi. Þá mun Juventus landa sínum níunda Ítalíumeistaratitli í röð og ekkert fær stöðvað Paris Saint-Germain í Frakklandi. Helsta spennan væri á Spáni en 74% líkur eru þó á því að Börsungar landi titlinum þar í landi. Mesta spennan á Englandi felst í því hvaða lið falla úr úrvalsdeildinni og hvaða lið ná Meistaradeildarsæti. Standi bann Manchester City þá munu nágrannar þeirra í United landa síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í keppni þeirra bestu. Ef bannið gildir hins vegar ekki eða það mun taka lengri tíma að staðfesta það munu lærisveinar Ole Gunnar Solskjær þurfa að eyða annarri leiktíð í að spila eingöngu á fimmtudögum og sunnudögum þar sem þeir munu taka þátt í Evrópudeildinni. Þegar kemur að falli úr ensku úrvalsdeildinni virðist sem nýliðar Norwich City séu dauðadæmdir. Aston Villa, sem komst einnig upp síðasta vor, munu samkvæmt spánni hljóta sömu örlög og Norwich. Þá virðist sem gott gengi Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni sé endanlega lokið en liðinu hefur gengið afleitlega á þessari leiktíð og virðist sem dvöl þeirra í efstu deild sé lokið. Það var BBC sem tók saman fyrr í dag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira
Öllum leikjum í stærstu deildum Evrópu hefur verið frestað þangað til 30. apríl, sem stendur. Það þýðir að við þurfum að bíða með að sjá hvaða lið landa deildarmeistara- sem og Evróputitlum. Vefsíðan Euro Club Index hefur hins vegar klárað deildirnar með því að nota tölfræði tímabilsins til þessa. Þannig var spáð fyrir um þá leiki sem eftir voru. With the 2019-20 football season suspended across Europe, we've enlisted the help of some data experts to see how it might pan out.Find out more: https://t.co/WJHTEpfl32 pic.twitter.com/Oy0pl8pfQ1— BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2020 Nema að Karen Brady, varaformaður West Ham United, fái ósk sína uppfyllta og leiktímabilið verði ógilt þá er ekkert að fara stöðva Liverpool í því að ná í sinn fyrsta deildarmeistaratitil í 30 ár. Sem stendur er liðið með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og aðeins 30 stig eru eftir í pottinum. Ef að spádómurinn gengur eftir mun Liverpool landa þeim titli sem og að liðið mun setja stigamet. Spáð er því að Liverpool nái 102 stigum eða tveimur meira en Manchester City gerði tímabilið 2017-2018. Þegar kemur að sigurvegurum í helstu deildum Evrópu er lítið óvænt á boðstólnum. Meira en 80% líkur eru á því að Bayern Munich vinni enn einn titilinn í Þýskalandi. Þá mun Juventus landa sínum níunda Ítalíumeistaratitli í röð og ekkert fær stöðvað Paris Saint-Germain í Frakklandi. Helsta spennan væri á Spáni en 74% líkur eru þó á því að Börsungar landi titlinum þar í landi. Mesta spennan á Englandi felst í því hvaða lið falla úr úrvalsdeildinni og hvaða lið ná Meistaradeildarsæti. Standi bann Manchester City þá munu nágrannar þeirra í United landa síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í keppni þeirra bestu. Ef bannið gildir hins vegar ekki eða það mun taka lengri tíma að staðfesta það munu lærisveinar Ole Gunnar Solskjær þurfa að eyða annarri leiktíð í að spila eingöngu á fimmtudögum og sunnudögum þar sem þeir munu taka þátt í Evrópudeildinni. Þegar kemur að falli úr ensku úrvalsdeildinni virðist sem nýliðar Norwich City séu dauðadæmdir. Aston Villa, sem komst einnig upp síðasta vor, munu samkvæmt spánni hljóta sömu örlög og Norwich. Þá virðist sem gott gengi Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni sé endanlega lokið en liðinu hefur gengið afleitlega á þessari leiktíð og virðist sem dvöl þeirra í efstu deild sé lokið. Það var BBC sem tók saman fyrr í dag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Wolves | Fyrrum meistarar á tæpasta vaði „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Sjá meira