Íslenski boltinn

Þjálfararnir í Pepsi Max-deildinni ræða saman á Messenger hvernig sé best að æfa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimir Guðjónsson ræðir við Guðmund Benediktsson í gær.
Heimir Guðjónsson ræðir við Guðmund Benediktsson í gær. vísir/s2s

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var gestur Sportið í kvöld í gær þar sem hann og Guðmundur Benediktsson ræddu stöðuna.

Þar á meðal sagði Heimir frá því að þjálfararnir í Pepsi Max-deildinni ræddu saman á samskiptamiðlum hvernig sé best að æfa á tímum kórónuveirunnar.

„Við höfum verið í góðum samskiptum þjálfararnir. Rúnar Páll er aðeins klókari en menn gefa honum. Hann setti upp síðu á Messenger þar sem flest allir þjálfararnir í efstu deild eru og menn ræða sín á milli hvernig er best að gera þetta,“ sagði Heimir og hélt áfram:

Klippa: Sportið í kvöld: Heimir um þjálfarahópinn

„Það var flott framtak hjá honum. Flestir þjálfararnir eru meðvitaðir um hvað hver og einn er að gera.“

Næsta spurning Gumma Ben var svo bara einfaldlega sú; hvernig er best að æfa á þessum tímum og hvernig gera Valsmenn það?

„Þú ert bara með stöðvar og svo færiru menn til í stöðvum. Sem dæmi í gær vorum við með eina stöð sem voru hlaupaæfingar, eina stöð og sendingar og svo voru sendingar plús skot. Það eru fáir menn á stöðunum svo það er ekki mikil nánd.“

„Þetta er það sem við erum að búa við í dag og að halda boltanum innan liðs og spil er út úr myndinni. Við virðum það.“

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.