Erlent

Óttast hörmungar í flóttamannabúðum vegna veirunnar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Vaxandi áhyggjur eru af því að kórónuveiran berist í fjölmennar flóttamannabúðir í Sýrlandi. Tala látinna hækkar hratt í Írak og ekkert lát er á útbreiðslu faraldursins.

Talið er að það sé einungis tímaspursmál hvenær veiran berst í flóttamannabúðir í kringum Idlib, síðasta stóra vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. 

Samtökin Hvítu hjálmarnir lýstu áhyggjum af þessu í dag en samtökin vinna nú með fjölmörgum öðrum að því að reyna að fyrirbyggja smit.

Komist veiran inn í flóttamannabúðirnar verður einstaklega erfitt að ráða við faraldurinn. 

Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum búa 900.000 í mjög þéttbýlum búðum á svæðinu. Hreinlætisvörur eru nær hvergi sjáanlegar og ómögulegt er að setja fólk í sóttkví eða einangrun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.